Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar 20. desember 2025 13:33 Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Þótt margt í áætluninni sé af hinu góða, er tilefni til að staldra við afnám kvaða sem snúa að fjölda útvarpsstöðva sem Ríkisútvarpið starfrækir. Til þessa hefur stofnunin verið skuldbundin með lögum rekstri tveggja útvarpsstöðva en ráðherra hefur nú lagt til að sú kvöð verði fjarlægð úr lögum. Í aðgerðaráætluninni kemur fram að það verði starfssvið stjórnar RÚV að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar? Í árdaga átti Rás 1 að sinna hefðbundnu menningarhlutverki en Rás 2 afþreyingu og samtímamenningu. Þetta fyrirkomulag var talið nauðsynlegt til að uppfylla almannaþjónustuhlutverk ríkisfjölmiðilsins. Rás 2 gegndi þannig á sínum tíma lykilhlutverki sem menningar- og öryggismiðill til hliðar við Rás 1, en sú tíð er liðin. Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega. Öryggishlutverkið er í góðum höndum. Gjarnan er vísað til öryggishlutverks Rásar 2, en einkareknar stöðvar á borð við Bylgjuna eru fullfærar um að axla þá ábyrgð í samstarfi við stjórnvöld. Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings. Samkvæmt fjölmiðlalögum hvílir skylda til að miðla tilkynningum frá almannavörnum á öllum fjölmiðlaveitum, ekki aðeins Ríkisútvarpinu. Lagalegur grundvöllur er til staðar fyrir því að einkaaðilar sinni öryggishlutverkinu. Markaðshlutdeild endurspeglar þarfir hlustenda. Áhyggjur af því að menningarlegt hlutverk Rásar 2 glatist eiga ekki við rök að styðjast. Einkareknir miðlar sinna nú þegar dagsdaglegri menningarmiðlun og fréttaflutningi af miklum metnaði. Vinsældirnar tala líka sínu máli; í nýjustu mælingum Gallup mældist Bylgjan með 38% hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22% í aldurshópnum 12-80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku. Höfundur er Útvarpsstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun