Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2025 17:28 Konan hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í byrjun september. Vísir/Vilhelm Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram. Íslandsdeild Amnesty kallar í yfirlýsingu eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri meðferð. Tilefni yfirlýsingar Íslandsdeildar Amnesty er umfjöllun um unga konu sem þjáist af bæði þunglyndi og öðrum röskunum en hefur verið í einangrun á fangelsinu á Hólmsheiði frá því 2. september á þessu ári. Konan er í síbrotagæslu og hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku Einangrunarvist eigi að heyra til undantekninga „Mál konunnar hefur vakið athygli okkar og áhyggjur. Við minnum á að samkvæmt alþjóðalögum skal beiting einangrunarvistar heyra til algjörra undantekninga, hún skal vara í sem skemmstan tíma og ávallt vera háð ströngum skilyrðum. Neikvæð heilsufarsáhrif geta komið í ljós eftir aðeins örfáa daga í einangrun. Sjálfsvígshætta og sjálfsskaði eykst á fyrstu tveimur vikum einangrunarvistar,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty. Fjallað hefur verið um mál ungu konunnar, Anítu Óskar Haraldsdóttur, á RÚV og DV. Í frétt RÚV fyrir um mánuði síðan kom fram að hún væri í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Móðir hennar sagði í viðtali ekki við fangelsisyfirvöld að sakast, enginn annar staður hefði fundist fyrir hana. Konan hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku, auk fjölmargra umferðarlagabrota. Henni er því haldið á grundvelli laga um síbrotagæslu í ótiltekinn tíma í gæsluvarðhaldi. Greint var frá því á vef DV fyrir um tíu dögum að réttarhöldum Anítu hefði verið frestað og því væri ljóst að hún myndi þurfa að vera í einangrun fram yfir áramót. Í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty kemur fram að hætta á heilsustjóni aukist með hverjum degi í einangrun og minna samtökin á að í samræmi við alþjóðlegt bann gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu ætti aldrei að hafa fólk í viðkvæmri stöðu í einangrunarvist, svo sem fólk með fötlun, geðraskanir eða taugaþroskaraskanir, þar sem einkenni gætu versnað við einangrun sem er því líkleg til að valda skaða. Að sama skapi sé það skýrt brot á banni Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum að einstaklingur sæti langvarandi einangrunarvist, það er lengur en í fimmtán daga. Takmarkað aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Amnesty International minnir jafnframt á gagnrýni CPT-nefndar Evrópuráðsins, sem heimsótti Ísland í maí 2019 og gerði úttekt á fangelsum landsins. Nefndin lýsti þar yfir alvarlegum áhyggjum yfir því að fangar á Íslandi hafi mjög takmarkaðan aðgang að geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu. Nefndin kallaði á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja að fangar með geðraskanir sem þurfa á geðheilbrigðismeðferð að halda séu vistaðir á viðeigandi stofnunum með fullnægjandi þjónustu. Frá þeim tíma hefur verið sett á stofn geðheilsuteymi fangelsa. Teymið var nýlega fært frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til Landspítalans. „Við köllum eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Rúmlega 700 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis að konunni verði komið í annað úrræði. Geðheilbrigði Lögreglumál Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty kallar í yfirlýsingu eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri meðferð. Tilefni yfirlýsingar Íslandsdeildar Amnesty er umfjöllun um unga konu sem þjáist af bæði þunglyndi og öðrum röskunum en hefur verið í einangrun á fangelsinu á Hólmsheiði frá því 2. september á þessu ári. Konan er í síbrotagæslu og hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku Einangrunarvist eigi að heyra til undantekninga „Mál konunnar hefur vakið athygli okkar og áhyggjur. Við minnum á að samkvæmt alþjóðalögum skal beiting einangrunarvistar heyra til algjörra undantekninga, hún skal vara í sem skemmstan tíma og ávallt vera háð ströngum skilyrðum. Neikvæð heilsufarsáhrif geta komið í ljós eftir aðeins örfáa daga í einangrun. Sjálfsvígshætta og sjálfsskaði eykst á fyrstu tveimur vikum einangrunarvistar,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty. Fjallað hefur verið um mál ungu konunnar, Anítu Óskar Haraldsdóttur, á RÚV og DV. Í frétt RÚV fyrir um mánuði síðan kom fram að hún væri í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Móðir hennar sagði í viðtali ekki við fangelsisyfirvöld að sakast, enginn annar staður hefði fundist fyrir hana. Konan hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku, auk fjölmargra umferðarlagabrota. Henni er því haldið á grundvelli laga um síbrotagæslu í ótiltekinn tíma í gæsluvarðhaldi. Greint var frá því á vef DV fyrir um tíu dögum að réttarhöldum Anítu hefði verið frestað og því væri ljóst að hún myndi þurfa að vera í einangrun fram yfir áramót. Í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty kemur fram að hætta á heilsustjóni aukist með hverjum degi í einangrun og minna samtökin á að í samræmi við alþjóðlegt bann gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu ætti aldrei að hafa fólk í viðkvæmri stöðu í einangrunarvist, svo sem fólk með fötlun, geðraskanir eða taugaþroskaraskanir, þar sem einkenni gætu versnað við einangrun sem er því líkleg til að valda skaða. Að sama skapi sé það skýrt brot á banni Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum að einstaklingur sæti langvarandi einangrunarvist, það er lengur en í fimmtán daga. Takmarkað aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Amnesty International minnir jafnframt á gagnrýni CPT-nefndar Evrópuráðsins, sem heimsótti Ísland í maí 2019 og gerði úttekt á fangelsum landsins. Nefndin lýsti þar yfir alvarlegum áhyggjum yfir því að fangar á Íslandi hafi mjög takmarkaðan aðgang að geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu. Nefndin kallaði á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja að fangar með geðraskanir sem þurfa á geðheilbrigðismeðferð að halda séu vistaðir á viðeigandi stofnunum með fullnægjandi þjónustu. Frá þeim tíma hefur verið sett á stofn geðheilsuteymi fangelsa. Teymið var nýlega fært frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til Landspítalans. „Við köllum eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Rúmlega 700 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis að konunni verði komið í annað úrræði.
Geðheilbrigði Lögreglumál Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira