Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2025 13:18 Kristján Þórður Snæbjarnason varaformaður velferðarnefndar segir að skoða þurfi hvaða aðstæður það eru í lögum sem kveða á um að hægt sé að rjúfa þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks komi upp rökstuddar ástæður. Vísir/Vilhelm Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. Margrét Halla Hansdóttir Löf var í vikunni dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda líkamsárás gegn móður sinni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Margrét beitti báða foreldra sína ofbeldi mánuðum saman áður en faðir hennar lést af völdum ofbeldisins og móðir hennar slasaðist alvarlega. Í dómnum kemur jafnframt fram að á fjórða tug vitna hafi verið leidd fyrir dóm sem höfðu margir vitneskju um ofbeldi á heimilinu. Þar á meðal má nefna sálfræðinga sem sinntu Margréti, fjölskyldufræðinga sem fjölskyldan leitaði saman til og fjölda lækna sem sinntu foreldrum hennar á spítalanum. Hvergi er þess getið að tilkynnt hafi verið um málið til lögreglu. Þá kemur fram að foreldrar hennar vildu ekki að málið yrði tilkynnt. Vikuna áður en faðir hennar lést þurfti hann að leita sér læknisaðstoðar vegna margvíslegra áverka vegna ofbeldisins og þá hvatti læknir hann eindregið til að tilkynna árásirnar. Þá hvatti annar heilbrigðisstarfsmaður hann til þess aftur nokkrum dögum síðar en hann neitaði. Þurfi að skýra betur lagaákvæði um þagnarskyldu Í 17. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn kemur fram að starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. nemar og þeir sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn, skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komast að í starfi sínu um heilsufar og ástand. Þetta gildi ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða sé til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Kristján Þórður Snæbjarnarson varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir að mögulega þurfi að skýra betur hvaða aðstæður falli undir brýna nauðsyn á rofi á þagnarskyldu. „Það þarf að skoða sérstaklega hvaða ástæðum er vísað til þegar kemur fram í lögum að þagnarskylda gildi ekki þegar rökstuddar ástæður séu til þess að rjúfa hana. Það þarf að fara mjög vandlega og varlega yfir allt slíkt. Ég myndi telja að það þurfi að vera alveg skýrt hvernig það er. Ég held að það sé ágætt að það verði skoðað inn í framtíðina hvað liggi þar að baki,“ segir Kristján. Hann segir ráðherra að hlutast til um breytingar en velferðarnefnd geti líka tekið málið upp. „Velferðarnefnd getur líka tekið frumkvæði í slíkum málum og það má alveg búast við því að það verði umræða um það.“ segir Kristján. Manndráp í Súlunesi Lögreglumál Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Margrét Halla Hansdóttir Löf var í vikunni dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda líkamsárás gegn móður sinni. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Margrét beitti báða foreldra sína ofbeldi mánuðum saman áður en faðir hennar lést af völdum ofbeldisins og móðir hennar slasaðist alvarlega. Í dómnum kemur jafnframt fram að á fjórða tug vitna hafi verið leidd fyrir dóm sem höfðu margir vitneskju um ofbeldi á heimilinu. Þar á meðal má nefna sálfræðinga sem sinntu Margréti, fjölskyldufræðinga sem fjölskyldan leitaði saman til og fjölda lækna sem sinntu foreldrum hennar á spítalanum. Hvergi er þess getið að tilkynnt hafi verið um málið til lögreglu. Þá kemur fram að foreldrar hennar vildu ekki að málið yrði tilkynnt. Vikuna áður en faðir hennar lést þurfti hann að leita sér læknisaðstoðar vegna margvíslegra áverka vegna ofbeldisins og þá hvatti læknir hann eindregið til að tilkynna árásirnar. Þá hvatti annar heilbrigðisstarfsmaður hann til þess aftur nokkrum dögum síðar en hann neitaði. Þurfi að skýra betur lagaákvæði um þagnarskyldu Í 17. grein laga um heilbrigðisstarfsmenn kemur fram að starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. nemar og þeir sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn, skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komast að í starfi sínu um heilsufar og ástand. Þetta gildi ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða sé til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Kristján Þórður Snæbjarnarson varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir að mögulega þurfi að skýra betur hvaða aðstæður falli undir brýna nauðsyn á rofi á þagnarskyldu. „Það þarf að skoða sérstaklega hvaða ástæðum er vísað til þegar kemur fram í lögum að þagnarskylda gildi ekki þegar rökstuddar ástæður séu til þess að rjúfa hana. Það þarf að fara mjög vandlega og varlega yfir allt slíkt. Ég myndi telja að það þurfi að vera alveg skýrt hvernig það er. Ég held að það sé ágætt að það verði skoðað inn í framtíðina hvað liggi þar að baki,“ segir Kristján. Hann segir ráðherra að hlutast til um breytingar en velferðarnefnd geti líka tekið málið upp. „Velferðarnefnd getur líka tekið frumkvæði í slíkum málum og það má alveg búast við því að það verði umræða um það.“ segir Kristján.
Manndráp í Súlunesi Lögreglumál Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira