Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar 18. desember 2025 13:01 Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Fyrir stuttu voru þær tölur sem undirritaður hefur ítrekað birt staðfestar af ráðuneytinu. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar upp á hvað grunninn í öllu námi varðar, lesskilning: Fjörutíu prósent nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám. Þrjú prósent nemenda er með afburðafærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám, mörgum sinnum færri en í nágrannalöndum okkar. Miklu fé er varið í skólana og árangurinn þannig að við ættum að biðja börnin okkar afsökunar á stöðunni. Vitum við hvaða börn standa höllum fæti, svarið er nei. Undirritaður sendi fyrirspurn til ráðuneytisins sem hafði engar upplýsingar um hvar hvaða barn stendur, engar. Foreldrar greiða útsvar en eru ekki með upplýsingar um hvaða árangri börnin þeirra ná eftir 12–13 ár í skólum sveitarfélaganna. Foreldrar vita að heildarstaðan er ekki góð og þurfa svo bara að vona að þeirra barn sé í efri hlutanum (3%) en ekki þeim neðri(40%), sem rænir þau tækifærum. Ég bið foreldra um að hugleiða hvort einhver hafi axlað ábyrgð á stöðunni eða hvort líkur séu á að verið sé að snúa henni við. Sjálfur fullyrði ég að enginn hafi axlað ábyrgð né sé verið að vinna að breytingum. Því miður er stefnan óbreytt og vonast eftir einhvers konar kraftaverki sem ekki verður. Undirritaður hefur lagt til ótal leiðir og lausnir, sem hafa virkað, til að breyta um stefnu í þágu barna og unglinga. Það dapurlega er að engin efnisleg umræða hefur skapast um þær leiðir og lausnir, en þær eru eitur í beinum varðhunda ríkjandi stöðu sem myndu þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir. Það eru bara samhljóma raddir foreldra og fjölmiðlar sem geta snúið stöðunni til betri vegar í þágu barna og unglinga. Látum það vera jólagjöfina í ár, til æskunnar, að leggjast öll á eitt og krefjast úrbóta. Börnin okkar eiga það skilið að þau og framtíð þeirra séu sett í forgang, hvílum glansmyndir á samfélagsmiðlum og látum í okkur heyra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Fyrir stuttu voru þær tölur sem undirritaður hefur ítrekað birt staðfestar af ráðuneytinu. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar upp á hvað grunninn í öllu námi varðar, lesskilning: Fjörutíu prósent nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám. Þrjú prósent nemenda er með afburðafærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám, mörgum sinnum færri en í nágrannalöndum okkar. Miklu fé er varið í skólana og árangurinn þannig að við ættum að biðja börnin okkar afsökunar á stöðunni. Vitum við hvaða börn standa höllum fæti, svarið er nei. Undirritaður sendi fyrirspurn til ráðuneytisins sem hafði engar upplýsingar um hvar hvaða barn stendur, engar. Foreldrar greiða útsvar en eru ekki með upplýsingar um hvaða árangri börnin þeirra ná eftir 12–13 ár í skólum sveitarfélaganna. Foreldrar vita að heildarstaðan er ekki góð og þurfa svo bara að vona að þeirra barn sé í efri hlutanum (3%) en ekki þeim neðri(40%), sem rænir þau tækifærum. Ég bið foreldra um að hugleiða hvort einhver hafi axlað ábyrgð á stöðunni eða hvort líkur séu á að verið sé að snúa henni við. Sjálfur fullyrði ég að enginn hafi axlað ábyrgð né sé verið að vinna að breytingum. Því miður er stefnan óbreytt og vonast eftir einhvers konar kraftaverki sem ekki verður. Undirritaður hefur lagt til ótal leiðir og lausnir, sem hafa virkað, til að breyta um stefnu í þágu barna og unglinga. Það dapurlega er að engin efnisleg umræða hefur skapast um þær leiðir og lausnir, en þær eru eitur í beinum varðhunda ríkjandi stöðu sem myndu þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir. Það eru bara samhljóma raddir foreldra og fjölmiðlar sem geta snúið stöðunni til betri vegar í þágu barna og unglinga. Látum það vera jólagjöfina í ár, til æskunnar, að leggjast öll á eitt og krefjast úrbóta. Börnin okkar eiga það skilið að þau og framtíð þeirra séu sett í forgang, hvílum glansmyndir á samfélagsmiðlum og látum í okkur heyra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun