Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar 18. desember 2025 13:01 Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Fyrir stuttu voru þær tölur sem undirritaður hefur ítrekað birt staðfestar af ráðuneytinu. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar upp á hvað grunninn í öllu námi varðar, lesskilning: Fjörutíu prósent nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám. Þrjú prósent nemenda er með afburðafærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám, mörgum sinnum færri en í nágrannalöndum okkar. Miklu fé er varið í skólana og árangurinn þannig að við ættum að biðja börnin okkar afsökunar á stöðunni. Vitum við hvaða börn standa höllum fæti, svarið er nei. Undirritaður sendi fyrirspurn til ráðuneytisins sem hafði engar upplýsingar um hvar hvaða barn stendur, engar. Foreldrar greiða útsvar en eru ekki með upplýsingar um hvaða árangri börnin þeirra ná eftir 12–13 ár í skólum sveitarfélaganna. Foreldrar vita að heildarstaðan er ekki góð og þurfa svo bara að vona að þeirra barn sé í efri hlutanum (3%) en ekki þeim neðri(40%), sem rænir þau tækifærum. Ég bið foreldra um að hugleiða hvort einhver hafi axlað ábyrgð á stöðunni eða hvort líkur séu á að verið sé að snúa henni við. Sjálfur fullyrði ég að enginn hafi axlað ábyrgð né sé verið að vinna að breytingum. Því miður er stefnan óbreytt og vonast eftir einhvers konar kraftaverki sem ekki verður. Undirritaður hefur lagt til ótal leiðir og lausnir, sem hafa virkað, til að breyta um stefnu í þágu barna og unglinga. Það dapurlega er að engin efnisleg umræða hefur skapast um þær leiðir og lausnir, en þær eru eitur í beinum varðhunda ríkjandi stöðu sem myndu þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir. Það eru bara samhljóma raddir foreldra og fjölmiðlar sem geta snúið stöðunni til betri vegar í þágu barna og unglinga. Látum það vera jólagjöfina í ár, til æskunnar, að leggjast öll á eitt og krefjast úrbóta. Börnin okkar eiga það skilið að þau og framtíð þeirra séu sett í forgang, hvílum glansmyndir á samfélagsmiðlum og látum í okkur heyra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Fyrir stuttu voru þær tölur sem undirritaður hefur ítrekað birt staðfestar af ráðuneytinu. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar upp á hvað grunninn í öllu námi varðar, lesskilning: Fjörutíu prósent nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám. Þrjú prósent nemenda er með afburðafærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám, mörgum sinnum færri en í nágrannalöndum okkar. Miklu fé er varið í skólana og árangurinn þannig að við ættum að biðja börnin okkar afsökunar á stöðunni. Vitum við hvaða börn standa höllum fæti, svarið er nei. Undirritaður sendi fyrirspurn til ráðuneytisins sem hafði engar upplýsingar um hvar hvaða barn stendur, engar. Foreldrar greiða útsvar en eru ekki með upplýsingar um hvaða árangri börnin þeirra ná eftir 12–13 ár í skólum sveitarfélaganna. Foreldrar vita að heildarstaðan er ekki góð og þurfa svo bara að vona að þeirra barn sé í efri hlutanum (3%) en ekki þeim neðri(40%), sem rænir þau tækifærum. Ég bið foreldra um að hugleiða hvort einhver hafi axlað ábyrgð á stöðunni eða hvort líkur séu á að verið sé að snúa henni við. Sjálfur fullyrði ég að enginn hafi axlað ábyrgð né sé verið að vinna að breytingum. Því miður er stefnan óbreytt og vonast eftir einhvers konar kraftaverki sem ekki verður. Undirritaður hefur lagt til ótal leiðir og lausnir, sem hafa virkað, til að breyta um stefnu í þágu barna og unglinga. Það dapurlega er að engin efnisleg umræða hefur skapast um þær leiðir og lausnir, en þær eru eitur í beinum varðhunda ríkjandi stöðu sem myndu þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir. Það eru bara samhljóma raddir foreldra og fjölmiðlar sem geta snúið stöðunni til betri vegar í þágu barna og unglinga. Látum það vera jólagjöfina í ár, til æskunnar, að leggjast öll á eitt og krefjast úrbóta. Börnin okkar eiga það skilið að þau og framtíð þeirra séu sett í forgang, hvílum glansmyndir á samfélagsmiðlum og látum í okkur heyra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun