Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 11. desember 2025 11:02 Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýkynnt samgönguáætlun er sigur fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir því aðgerðarleysi í innviðafjárfestingu kostar okkur. Í byrjun árs kynntu Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga skýrslu um ástand íslenskra innviða. Þar var uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu metin á 265-290 milljarða króna en hafði í sömu úttekt fjórum árum fyrr verið metin á 160-180 milljarða króna. Þetta er ekki nema annað form skuldasöfnunar af hálfu ríkisins þar sem nauðsynlegu viðhaldi er velt á komandi kynslóðir, sem birtist svo ekki í formi aukinnar lántöku heldur í lægra þjónustustigi og óöruggari vegum. Fólk finnur fyrir þessu á hverjum degi, á mörgum stöðum um landið keyrir fólk reglulega um hættulega vegi. Sjálfur fæ ég áminninguna þegar ég keyri yfir Skjálfandabrú í Kinn þar sem skilti minnir mann á að þungir bílar þurfi að finna sér aðra leið því brúin þoli þá ekki. Þetta gerist ekki í tómarúmi, það var síðustu ríkisstjórn mikið keppikefli að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins og viðhalda þeim skattaglufum sem fyrir voru. Þá þurfti eitthvað undan að láta, það kostar peninga að reka samfélag og ef tekjur ríkissjóðs minnka þá munu opinberir innviðir líða fyrir það. Það var það sem gerðist, í stað þess að greiða fyrir skattalækkanir með því að sækja tekjur annars staðar var leitað allra leiða til að sleppa við að taka ákvörðun. Það var ákveðið að fresta nýframkvæmdum, draga sumsstaðar saman í viðhaldi og láta annað standa í stað því það þótti þægilegra en að eiga hreinskilið samtal við þjóðina. Nú stendur þetta sama fólk í ræðustól Alþingis og gagnrýnir núverandi ríkisstjórn fyrir að gera það sem þau ekki þorðu, að sækja fjármagnið sem til þarf til að viðhalda vegakerfinu og sækja fram í samgöngum og innviðafjárfestingum. Í nýkynntri samgönguáætlun eru fjárframlög til viðhalds og þjónustu á vegum aukin um 7 milljarða, trúverðug jarðgangnaáætlun sett fram og innviðafélag stofnað til að flýta fyrir stærri samgönguframkvæmdum. Biðin eftir nýrri Skjálfandabrú í Kinninni mun meira að segja styttast! Það mikilvægasta er svo að hún er fjármögnuð upp á punkt og prik. Það er nefnilega lítið mál að segja hvað þú vilt gera en málið flækist þegar á að borga fyrir það. Það er eðlilegt að fólk hafi sterkar skoðanir á samgönguáætlun, hún skiptir fólk í dreifðari byggðum öllu máli og það þarf að eiga sér stað gott samtal. Ég vona samt að þingheimur sameinist um að klára þinglega meðferð sem fyrst því aðgerðarleysið er dýrt og verkefnið verður stærra með hverju árinu. Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun