Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar 10. desember 2025 13:45 Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Íslensk tunga Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Sjá meira
Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun