Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2025 09:02 Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun