„Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 11:00 Jóhannes fylgist stoltur með syni sínum Ísaki Bergmann. Vísir/Getty Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og þjálfari FH, segir son sinn, Ísak Bergmann Jóhannesson, vera að uppskera vegna gríðarmikillar vinnu er hann brillerar í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem og með íslenska landsliðinu. „Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig frá því að hann var ungur strákur uppi á Skaga. Það er þetta hugarfar sem hann hefur, sem maður sem faðir og einnig sem þjálfari, sér. Þegar þú ert tilbúinn að gera þetta alltaf, ekki bara þegar hentar, að leggja á þig dag frá degi núna í áraraðir - hann er að uppskera eftir því,“ segir Jóhannes Karl. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina Mikið var látið með Ísak þegar hann færði sig frá Norrköping til FCK í Danmörku á unga aldri en þegar honum gekk illa að festa sig í sessi í byrjunarliði danska liðsins færði hann sig til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni. Einhverjir töldu það vera skref niður á við en það er ákvörðun sem hefur borgað sig. „Hann hefur lagt á sig gríðarmikla vinnu og passar vel upp á sig. Það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum í FCK þó hann hafi unnið titla, verið hluti af mjög góðum hópi og spilað í Meistaradeild og allt það. Þá vildi hann stærra hlutverk. Hann fékk stórt hlutverk í 2. Bundesligunni hjá Fortuna Dusseldorf. Þegar honum var treyst fyrir stóru hlutverki gekk það náttúrulega bara gríðarlega vel,“ segir Jóhannes Karl en Ísak hefur gert það gott hjá Köln eftir að hafa skipt til liðsins í sumar og er sömuleiðis orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu. „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum. Líka af því hvaða leiðtogi hann er orðinn að inni í íslenska landsliðinu. Hann er farinn að standa sig gríðarlega vel þar og átt mjög góða períódu. Það sama er með byrjunina hjá Köln og hjá honum sem einstaklingi í Bundesligunni,“ „Ég er mjög stoltur að sjá hvernig hann er að uppskera því ég veit að hann er búinn að leggja gríðarlega mikið á sig,“ segir Jóhannes Karl sem á fjóra syni sem búa í þremur löndum. „Börnin manns eru komin út um allt. Yngsti strákurinn er ennþá heima en það eru tveir í Kaupmannahöfn og einn í Þýskalandi. Ég get ekki sagt annað en að ég horfi mjög stoltur yfir þetta og reyni eins og ég get að hjálpa þeim og fylgjast með eins og hægt er. En þetta eru líka að verða fullorðnir menn svo þeir þurfa að geta staðið á eigin fótum og þeir eru að standa sig vel í því,“ segir Jóhannes. Viðtalið má sjá í spilaranum en rætt er um Ísak og synina í lok þess. Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Þýski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig frá því að hann var ungur strákur uppi á Skaga. Það er þetta hugarfar sem hann hefur, sem maður sem faðir og einnig sem þjálfari, sér. Þegar þú ert tilbúinn að gera þetta alltaf, ekki bara þegar hentar, að leggja á þig dag frá degi núna í áraraðir - hann er að uppskera eftir því,“ segir Jóhannes Karl. Klippa: Jóhannes Karl ræðir flutninga, nýtt starf og synina Mikið var látið með Ísak þegar hann færði sig frá Norrköping til FCK í Danmörku á unga aldri en þegar honum gekk illa að festa sig í sessi í byrjunarliði danska liðsins færði hann sig til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni. Einhverjir töldu það vera skref niður á við en það er ákvörðun sem hefur borgað sig. „Hann hefur lagt á sig gríðarmikla vinnu og passar vel upp á sig. Það gekk ekki alveg nógu vel hjá honum í FCK þó hann hafi unnið titla, verið hluti af mjög góðum hópi og spilað í Meistaradeild og allt það. Þá vildi hann stærra hlutverk. Hann fékk stórt hlutverk í 2. Bundesligunni hjá Fortuna Dusseldorf. Þegar honum var treyst fyrir stóru hlutverki gekk það náttúrulega bara gríðarlega vel,“ segir Jóhannes Karl en Ísak hefur gert það gott hjá Köln eftir að hafa skipt til liðsins í sumar og er sömuleiðis orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu. „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum. Líka af því hvaða leiðtogi hann er orðinn að inni í íslenska landsliðinu. Hann er farinn að standa sig gríðarlega vel þar og átt mjög góða períódu. Það sama er með byrjunina hjá Köln og hjá honum sem einstaklingi í Bundesligunni,“ „Ég er mjög stoltur að sjá hvernig hann er að uppskera því ég veit að hann er búinn að leggja gríðarlega mikið á sig,“ segir Jóhannes Karl sem á fjóra syni sem búa í þremur löndum. „Börnin manns eru komin út um allt. Yngsti strákurinn er ennþá heima en það eru tveir í Kaupmannahöfn og einn í Þýskalandi. Ég get ekki sagt annað en að ég horfi mjög stoltur yfir þetta og reyni eins og ég get að hjálpa þeim og fylgjast með eins og hægt er. En þetta eru líka að verða fullorðnir menn svo þeir þurfa að geta staðið á eigin fótum og þeir eru að standa sig vel í því,“ segir Jóhannes. Viðtalið má sjá í spilaranum en rætt er um Ísak og synina í lok þess.
Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Þýski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira