Körfubolti

Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Tindastóls fagna körfunni sem fékk allt Síkið til að henda böngsum inn á völlinn.
Leikmenn Tindastóls fagna körfunni sem fékk allt Síkið til að henda böngsum inn á völlinn. Sýn Sport

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bauð á svokallaðan bangsaleik í kvöld þegar karlalið félagsins mætti ÍA í Bónus-deild karla í körfubolta. Leikurinn var styrktarleikur fyrir Einstök börn.

Allir sem mættu með bangsa eða keyptu bangsa á staðnum fengu frítt á leikinn.

Þegar Tindastóll skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í kvöld var öllum böngsum kastað inn á völlinn, líkt og þekkist erlendis og í öðrum íþróttagreinum.

Dedrick Basile setti niður þennan þrist eftir rúma mínútu í leiknum í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá bangsunum rigna í Síkinu í kvöld

Leikmenn Tindastóls munu svo gefa einstökum börnum á Norðurlandi bangsana í Síkinu eftir leik, og svo á Akureyri á laugardaginn.

Klippa: Böngsunum rigndi í Síkinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×