„Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar 5. desember 2025 15:01 Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun