Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:57 Ársæll hefur verið skólastjóri í Borgarholtsskóla frá árinu 2016. Vísir Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira