Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 19:03 Joaquín Guzmán López far handtekinn í Bandaríkjunum í fyrra. Bræður hans hafa háð blóðuga styrjöld við andstæðinga sína um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum. AP og Getty Sonur hins víðfræga fíkniefnabaróns sem kallast „El Chapo“ er sagður ætla að gangast við sekt í dómsal í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Chicago, eftir að hafa platað fyrrverandi samstarfsfélaga föður síns og annan stofnanda Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. Sonurinn heitir Joaquín Guzmán López en hann var handtekinn ásamt Ismael Zambada, eða „El Mayo“, í Texas í fyrra. Þá hafði Joaquín platað El Mayo, sem stofnaði Sinaloa-glæpasamtökin með El Chapo á sínum tíma, í flugferð sem endaði óvænt í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Joaquín ku hafa verið að gera samning um vægari dóm gegn sér og Ovidio Guzman López, bróður sínum, sem hafði áður verið handtekinn af Bandaríkjamönnum. Bæði Joaquín og El Mayo hafa áður lýst yfir sakleysi gegn ákærum um fíkniefnasmygl, fjárþvætti og brot á lögum um skotvopn. Ovidio gekkst fyrr á árinu við sekt varðandi sambærilegar ákærur. AP fréttaveitan segir það hafa markað vatnaskil í málarekstri stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn leiðtogum Sinaola-samtakanna. Nú er Joaquín sagður ætla að gera það sama í dómsal í Chicago í kvöld. El Chapo var árið 2019 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína og tóku fjórir synir hans við stjórnartaumum hans á Sinaloa-samtökunum. Síðan þeir Joaquín og El Mayou flugu til Bandaríkjanna hafa tveir aðrir synir El Chapo háð blóðuga styrjöld við stuðningsmenn El Mayo um stjórn Sinaloa-glæpasamtakanna. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Styrjöldin hefur komið verulega niður á samtökunum og hafa fregnir borist af því að nýr kókaínkóngur hafi fyllt upp í tómarúmið. Það er maður sem heitir Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“, og stýrir hann samtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel eða JNGC. Fyrr á þessu ári lýsti yfirmaður fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DE) El Mencho sem valdamesta fíkniefnabaróni heims. Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesús Alfredo Guzmán Salazar eru bræðurnir sem berjast gegn stuðningsmönnum El Mayo. Þeir eru sagðir hafa gert samkomulag við El Mencho í lok síðasta árs. Hann hafi útvegað þeim menn, vopn og annað í skiptum fyrir aðgang að smyglleiðum Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. Bandaríkin Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25. ágúst 2025 10:06 Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. 20. maí 2025 22:40 Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. 13. maí 2025 15:50 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Sonurinn heitir Joaquín Guzmán López en hann var handtekinn ásamt Ismael Zambada, eða „El Mayo“, í Texas í fyrra. Þá hafði Joaquín platað El Mayo, sem stofnaði Sinaloa-glæpasamtökin með El Chapo á sínum tíma, í flugferð sem endaði óvænt í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Joaquín ku hafa verið að gera samning um vægari dóm gegn sér og Ovidio Guzman López, bróður sínum, sem hafði áður verið handtekinn af Bandaríkjamönnum. Bæði Joaquín og El Mayo hafa áður lýst yfir sakleysi gegn ákærum um fíkniefnasmygl, fjárþvætti og brot á lögum um skotvopn. Ovidio gekkst fyrr á árinu við sekt varðandi sambærilegar ákærur. AP fréttaveitan segir það hafa markað vatnaskil í málarekstri stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn leiðtogum Sinaola-samtakanna. Nú er Joaquín sagður ætla að gera það sama í dómsal í Chicago í kvöld. El Chapo var árið 2019 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína og tóku fjórir synir hans við stjórnartaumum hans á Sinaloa-samtökunum. Síðan þeir Joaquín og El Mayou flugu til Bandaríkjanna hafa tveir aðrir synir El Chapo háð blóðuga styrjöld við stuðningsmenn El Mayo um stjórn Sinaloa-glæpasamtakanna. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Styrjöldin hefur komið verulega niður á samtökunum og hafa fregnir borist af því að nýr kókaínkóngur hafi fyllt upp í tómarúmið. Það er maður sem heitir Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“, og stýrir hann samtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel eða JNGC. Fyrr á þessu ári lýsti yfirmaður fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DE) El Mencho sem valdamesta fíkniefnabaróni heims. Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesús Alfredo Guzmán Salazar eru bræðurnir sem berjast gegn stuðningsmönnum El Mayo. Þeir eru sagðir hafa gert samkomulag við El Mencho í lok síðasta árs. Hann hafi útvegað þeim menn, vopn og annað í skiptum fyrir aðgang að smyglleiðum Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25. ágúst 2025 10:06 Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. 20. maí 2025 22:40 Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. 13. maí 2025 15:50 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
El Mayo sagður ætla að játa sekt Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada. 25. ágúst 2025 10:06
Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. 20. maí 2025 22:40
Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. 13. maí 2025 15:50
Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34