Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar 1. desember 2025 13:01 Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun