Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Sambíóin 28. nóvember 2025 15:35 „Rekstur kvikmyndahúsa er skemmtilegur, ekki síst þegar framtíðin er jafn spennandi og nú," segir Björn Árnason framkvæmda- og fjármálastjóri Sambíóanna. Í tilefni 15 ára afmælis verður blásið til afmælishátíðar í Egilshöll laugardaginn 29. nóvember. „Kvikmyndir hafa verið líf mitt og yndi alla tíð. Ég var ekki nema þriggja ára gamall þegar mér var rúllað í barnakerru inn í Nýja bíó í Keflavík árið 1968 til að horfa á mína fyrstu kvikmynd,“ segir Björn Árnason framkvæmda- og fjármálastjóri Sambíóanna. „Það má segja að örlögin hafi verið ráðin þar, enda af bíófólki kominn og bandarísk bíóáhrifin í heimabænum sterk. Tíu ára gamall fékk ég svo fyrsta alvörustarfið; að týna rusl, setja upp stólsetur og síðar að selja miða og sælgæti. Árið 1982 tók fjölskyldan stórt skref, þegar hún opnaði Bíóhöllina í Álfabakka. Ég fluttist til Reykjavíkur, hóf störf í bíóinu og hef starfað þar allar götur síðan,“ segir Björn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá árinu 1982. Fjölskyldan hefur rekið Bíóhúsið, Bíóborgina, Háskólabíó, Kringlubíó, Nýja Bíó á Akureyri og síðustu 15 ár Sambíóin í Egilshöll. „Þetta hefur verið ævintýraleg vegferð og minningarnar óteljandi, en nú stöndum við á tímamótum.“ Lokun Álfabakka tákn um breytta tíma Það vakti athygli þegar fasteignin sem hýst hefur Sambíóin í Álfabakka í tæp 44 ár var seld og lokun kvikmyndahússins boðuð þann 31. janúar 2026. Við þessi tíðindi hafa einhverjir dregið þá ályktun að bíóbransinn sé á fallanda fæti. „Er þessi bransi ekki bara búinn?“ spyrja sumir. Svarið við því er einfalt: Nei, þvert á móti! „Sala og breytt notkun bíóhússins við Álfabakka er ekki merki um hnignun, heldur tákn um breytta tíma. Eftirspurn eftir vel staðsettum lóðum og fasteignum er mikil og fyrir okkur var skynsamlegt að selja eignina. Hugmyndir um breytt deiliskipulag í Mjóddinni ýttu undir þá ákvörðun að einblína á rekstur Sambíóanna í Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri. Þar eru spennandi tímar framundan, fjárfestingar, skemmtileg tilraunaverkefni og tækifæri sem við ætlum að grípa. Kvikmyndahúsavor er runnið upp, eftir langan og harðan vetur. Verið velkomin á fjölskylduhátíð Sambíóin í Egilshöll fagna nú 15 ára afmæli og þangað hafa yfir 3 milljónir gesta komið síðan dyrnar voru opnaðar í nóvember 2010, þrátt fyrir Covid sem markaði reksturinn um árabil. Í tilefni afmælisins blásum við til afmælishátíðar í Egilshöll laugardaginn 29. nóvember. Breytum bíóinu í ristastórt skemmtisvæði og bjóðum öllum í heimsókn. Við hlökkum til að sjá kvikmyndaunnendur og fjölskyldur njóta dagsins með okkar, njóta tónlistar og veitinga, leika sér í hoppukastala og fá skrautmálningu í andlitið! Við efnum til hátíðarsýningar á hinni frábæru Zootropolis 2 og fögnum því að sjá bíógesti á öllum aldri skemmta sér konunglega. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.“ Vetur nú orðinn að vori „Eftir góðan rekstur um langt skeið var heilmikil uppbygging í bígerð í Álfabakkanum þegar Covid skall á af fullum þunga í ársbyrjun 2020. Kvikmyndahúsunum var gert ómögulegt að starfa, því stífar samkomureglur og sífelld hvatning yfirvalda til fólks um að halda sig heima gerði reksturinn ómögulegan með öllu," segir Björn. „Tjónið var gríðarlegt og kvikmyndahúsin sátu ein uppi með tjónið. Þegar Covid lauk voru bíógestir lengi að taka við sér, höfðu vanið sig á breytta hegðun, inniveru og hámhorf. Sjálf voru bíóhúsin í vanda, því framleiðsla á hágæðaefni lagðist af í heimsfaraldrinum og í beinu framhaldi hófust verkföll í Hollywood. Sjaldan er ein báran stök, og allt það! „En nú er loksins farið að létta til. Við erum komin fyrir vind, bíógestir hafa tekið við sér, framboð kvikmynda er gott og bjartsýnin hefur tekið völdin á ný. Seldir aðgangsmiðar verða um 500 þúsund í okkar húsum á þessu ári og því má segja að ríflega öll þjóðin heimsæki okkur þetta árið! Hið opinbera heldur þó áfram að pönkast í okkur, með skattamismunun og beinum samkeppnis-inngripum sem birtast í fjárstuðningi við eitt bíóhús upp á hundruð milljóna," segir Björn. Hollywood vaknar og gæðin aukast „Erlendu kvikmyndaverin eru kominn aftur á fulla ferð eftir erfið ár sökum Covid og framboð gæðakvikmynda er mikið. Samhliða sjáum við breytingar á bíósmekk landans. Ofurhetjumyndirnar hafa látið undan og teiknimyndir draga gesti í bíó. Þar að auki sjáum við stórmyndir slá í gegn, myndir eins og Oppenheimer, Barbie, Inside Out 2 og nú síðast One battle after another, titill sem eigendur bíóhúsanna tengja við.“ „Gamlar myndir og endursýningar draga einnig að sér fólk á öllum aldri, sem undirstrikar töfra hvíta tjaldsins á sama tíma og margir eru orðnir þreyttir á hraðsoðinni þáttagerð streymisveitnanna. Núna streymir fólk í bíó til að horfa á Wicked og bíður í ofvæni eftir Zootropolis 2, Avatar: Fire and Ash og Svampi Sveinssyni!“ Framtíðin er spennandi „Rekstur kvikmyndahúsa er skemmtilegur, ekki síst þegar framtíðin er jafn spennandi og nú. Eftirspurnin er mikil, frábærar myndir eru á leiðinni í bíó og brátt kynnum við spennandi tækninýjungar í samstarfi við fremstu tæknifyrirtæki heims,“ segir Björn. „Kringlubíó hefur fengið andlitslyftingu og á Akureyri er tímabærum viðhaldsframkvæmdum að ljúka, með nýjum sætum, teppum, upplýsingaskjám o.fl. Sem miða að því að bæta upplifun gesta enn frekar. Kafli Álfabakkans klárast í janúar 2026 eftir 44 góð ár, en bókin er langt frá því að vera búin. Bransinn er flottur, reksturinn gengur vel og við hlökkum til að taka á móti ykkur í bíó um ókomna tíð.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira
„Það má segja að örlögin hafi verið ráðin þar, enda af bíófólki kominn og bandarísk bíóáhrifin í heimabænum sterk. Tíu ára gamall fékk ég svo fyrsta alvörustarfið; að týna rusl, setja upp stólsetur og síðar að selja miða og sælgæti. Árið 1982 tók fjölskyldan stórt skref, þegar hún opnaði Bíóhöllina í Álfabakka. Ég fluttist til Reykjavíkur, hóf störf í bíóinu og hef starfað þar allar götur síðan,“ segir Björn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá árinu 1982. Fjölskyldan hefur rekið Bíóhúsið, Bíóborgina, Háskólabíó, Kringlubíó, Nýja Bíó á Akureyri og síðustu 15 ár Sambíóin í Egilshöll. „Þetta hefur verið ævintýraleg vegferð og minningarnar óteljandi, en nú stöndum við á tímamótum.“ Lokun Álfabakka tákn um breytta tíma Það vakti athygli þegar fasteignin sem hýst hefur Sambíóin í Álfabakka í tæp 44 ár var seld og lokun kvikmyndahússins boðuð þann 31. janúar 2026. Við þessi tíðindi hafa einhverjir dregið þá ályktun að bíóbransinn sé á fallanda fæti. „Er þessi bransi ekki bara búinn?“ spyrja sumir. Svarið við því er einfalt: Nei, þvert á móti! „Sala og breytt notkun bíóhússins við Álfabakka er ekki merki um hnignun, heldur tákn um breytta tíma. Eftirspurn eftir vel staðsettum lóðum og fasteignum er mikil og fyrir okkur var skynsamlegt að selja eignina. Hugmyndir um breytt deiliskipulag í Mjóddinni ýttu undir þá ákvörðun að einblína á rekstur Sambíóanna í Kringlunni, Egilshöll og á Akureyri. Þar eru spennandi tímar framundan, fjárfestingar, skemmtileg tilraunaverkefni og tækifæri sem við ætlum að grípa. Kvikmyndahúsavor er runnið upp, eftir langan og harðan vetur. Verið velkomin á fjölskylduhátíð Sambíóin í Egilshöll fagna nú 15 ára afmæli og þangað hafa yfir 3 milljónir gesta komið síðan dyrnar voru opnaðar í nóvember 2010, þrátt fyrir Covid sem markaði reksturinn um árabil. Í tilefni afmælisins blásum við til afmælishátíðar í Egilshöll laugardaginn 29. nóvember. Breytum bíóinu í ristastórt skemmtisvæði og bjóðum öllum í heimsókn. Við hlökkum til að sjá kvikmyndaunnendur og fjölskyldur njóta dagsins með okkar, njóta tónlistar og veitinga, leika sér í hoppukastala og fá skrautmálningu í andlitið! Við efnum til hátíðarsýningar á hinni frábæru Zootropolis 2 og fögnum því að sjá bíógesti á öllum aldri skemmta sér konunglega. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.“ Vetur nú orðinn að vori „Eftir góðan rekstur um langt skeið var heilmikil uppbygging í bígerð í Álfabakkanum þegar Covid skall á af fullum þunga í ársbyrjun 2020. Kvikmyndahúsunum var gert ómögulegt að starfa, því stífar samkomureglur og sífelld hvatning yfirvalda til fólks um að halda sig heima gerði reksturinn ómögulegan með öllu," segir Björn. „Tjónið var gríðarlegt og kvikmyndahúsin sátu ein uppi með tjónið. Þegar Covid lauk voru bíógestir lengi að taka við sér, höfðu vanið sig á breytta hegðun, inniveru og hámhorf. Sjálf voru bíóhúsin í vanda, því framleiðsla á hágæðaefni lagðist af í heimsfaraldrinum og í beinu framhaldi hófust verkföll í Hollywood. Sjaldan er ein báran stök, og allt það! „En nú er loksins farið að létta til. Við erum komin fyrir vind, bíógestir hafa tekið við sér, framboð kvikmynda er gott og bjartsýnin hefur tekið völdin á ný. Seldir aðgangsmiðar verða um 500 þúsund í okkar húsum á þessu ári og því má segja að ríflega öll þjóðin heimsæki okkur þetta árið! Hið opinbera heldur þó áfram að pönkast í okkur, með skattamismunun og beinum samkeppnis-inngripum sem birtast í fjárstuðningi við eitt bíóhús upp á hundruð milljóna," segir Björn. Hollywood vaknar og gæðin aukast „Erlendu kvikmyndaverin eru kominn aftur á fulla ferð eftir erfið ár sökum Covid og framboð gæðakvikmynda er mikið. Samhliða sjáum við breytingar á bíósmekk landans. Ofurhetjumyndirnar hafa látið undan og teiknimyndir draga gesti í bíó. Þar að auki sjáum við stórmyndir slá í gegn, myndir eins og Oppenheimer, Barbie, Inside Out 2 og nú síðast One battle after another, titill sem eigendur bíóhúsanna tengja við.“ „Gamlar myndir og endursýningar draga einnig að sér fólk á öllum aldri, sem undirstrikar töfra hvíta tjaldsins á sama tíma og margir eru orðnir þreyttir á hraðsoðinni þáttagerð streymisveitnanna. Núna streymir fólk í bíó til að horfa á Wicked og bíður í ofvæni eftir Zootropolis 2, Avatar: Fire and Ash og Svampi Sveinssyni!“ Framtíðin er spennandi „Rekstur kvikmyndahúsa er skemmtilegur, ekki síst þegar framtíðin er jafn spennandi og nú. Eftirspurnin er mikil, frábærar myndir eru á leiðinni í bíó og brátt kynnum við spennandi tækninýjungar í samstarfi við fremstu tæknifyrirtæki heims,“ segir Björn. „Kringlubíó hefur fengið andlitslyftingu og á Akureyri er tímabærum viðhaldsframkvæmdum að ljúka, með nýjum sætum, teppum, upplýsingaskjám o.fl. Sem miða að því að bæta upplifun gesta enn frekar. Kafli Álfabakkans klárast í janúar 2026 eftir 44 góð ár, en bókin er langt frá því að vera búin. Bransinn er flottur, reksturinn gengur vel og við hlökkum til að taka á móti ykkur í bíó um ókomna tíð.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira