Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 27. nóvember 2025 12:02 Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar