Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 06:42 Selenskí og eigikona hans Olena tóku þátt í minningarathöfn um helgina um hungursneyðina í Sovét-Úkraínu, þar sem milljónir létu lífið. AP/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira