Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 10:06 Tvíburaturnarnir þann 9. september árið 2001. Wikimedia Commons/Michael Foran Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Sjá meira
Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Sjá meira