Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 23:17 Tindastólsmenn komust í úrslit á Íslandsmótinu í fyrra en voru heillum horfnir í Grindavík á fimmtudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn voru í dauðafæri til að vinna toppslaginn á móti Grindavík í áttundu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta en útkoman var allt önnur en menn bjuggust við. Grindvíkingar, án tveggja byrjunarliðsmanna, sundurspiluðu Stólana og Bónus Körfuboltakvöld henti í einn góðan samanburð eftir að hafa orðið vitni að lélegasta leik Tindastólsliðsins í langan tíma. „Stólarnir, sem fóru í einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í vor og alla leið í oddaleik, voru allt annað en frábærir í þessum leik. Strákar, þetta minnti á eitt því þetta minnti ekki um neitt annað heldur en ódauðlega kvikmynd,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Bónus Körfuboltakvölds. Stefán sýndi í framhaldinu nokkrar furðulegar sóknir Stólana í samanburði við hvernig NBA-stjörnurnar litu út í Space Jam-myndinni. Klippa: Körfuboltakvöld bar saman Tindastólsmenn og NBA-stjörnurnar í Space Jam „Þetta var ótrúleg frammistaða hjá Tindastólsmönnum. Egill Birgisson er búinn að liggja yfir Space Jam í allan dag, búinn að finna bestu klippurnar,“ sagði Stefán Árni og sýndi myndbrot úr þeirri frægu mynd. Þeir bara týndu hæfileikunum „Þeir bara týndu hæfileikunum. Þetta er rosalegt. Umræðan fyrir þennan leik, strákar, var bara þannig að Tindastóll myndi bara vinna þennan leik mjög sannfærandi,“ sagði Stefán. Hann spurði sérfræðing sinn, Teit Örlygsson, um það hvort að þetta hafi verið vanmat. Allt liðið sleppti því að mæta „Ég held þetta, af því þetta hafi verið svona sitt lítið af hvoru. Maður spilaði svona marga leiki þar sem einhverjir leikmenn mættu ekki til leiks. Leikur sem átti að vinnast auðveldlega varð erfiður og jafnvel tapleikur,“ sagði Teitur. „Svo sérðu ekkert oft allt liðið bara sleppa því að mæta eins og Tindastólsliðið í gær og ég held að þeir hafi fundið það mjög fljótlega,“ sagði Teitur. „Ég sá viðtalið við Arnar eftir leikinn og Arnar var löngu búinn að jafna sig. Leikurinn var búinn að vera tapaður í klukkutíma þegar viðtalið var tekið við Arnar,“ sagði Teitur. Teitur hefur ekki áhyggjur af Stólunum „Hann sá alveg að þetta er bara einn af þessum dögum og svona gerist. Ég held þetta hafi engin áhrif á Tindastólsliðið og ég held þeir verði bara alveg flottir strax í næsta leik,“ sagði Teitur. „Þetta gerist og segir kannski ungu leikmönnum hvað hugurinn skiptir miklu máli í íþróttum. Það skiptir akkúrat engu máli hvað þú ert góður í einhverju ef hugurinn fylgir ekki,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
„Stólarnir, sem fóru í einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í vor og alla leið í oddaleik, voru allt annað en frábærir í þessum leik. Strákar, þetta minnti á eitt því þetta minnti ekki um neitt annað heldur en ódauðlega kvikmynd,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Bónus Körfuboltakvölds. Stefán sýndi í framhaldinu nokkrar furðulegar sóknir Stólana í samanburði við hvernig NBA-stjörnurnar litu út í Space Jam-myndinni. Klippa: Körfuboltakvöld bar saman Tindastólsmenn og NBA-stjörnurnar í Space Jam „Þetta var ótrúleg frammistaða hjá Tindastólsmönnum. Egill Birgisson er búinn að liggja yfir Space Jam í allan dag, búinn að finna bestu klippurnar,“ sagði Stefán Árni og sýndi myndbrot úr þeirri frægu mynd. Þeir bara týndu hæfileikunum „Þeir bara týndu hæfileikunum. Þetta er rosalegt. Umræðan fyrir þennan leik, strákar, var bara þannig að Tindastóll myndi bara vinna þennan leik mjög sannfærandi,“ sagði Stefán. Hann spurði sérfræðing sinn, Teit Örlygsson, um það hvort að þetta hafi verið vanmat. Allt liðið sleppti því að mæta „Ég held þetta, af því þetta hafi verið svona sitt lítið af hvoru. Maður spilaði svona marga leiki þar sem einhverjir leikmenn mættu ekki til leiks. Leikur sem átti að vinnast auðveldlega varð erfiður og jafnvel tapleikur,“ sagði Teitur. „Svo sérðu ekkert oft allt liðið bara sleppa því að mæta eins og Tindastólsliðið í gær og ég held að þeir hafi fundið það mjög fljótlega,“ sagði Teitur. „Ég sá viðtalið við Arnar eftir leikinn og Arnar var löngu búinn að jafna sig. Leikurinn var búinn að vera tapaður í klukkutíma þegar viðtalið var tekið við Arnar,“ sagði Teitur. Teitur hefur ekki áhyggjur af Stólunum „Hann sá alveg að þetta er bara einn af þessum dögum og svona gerist. Ég held þetta hafi engin áhrif á Tindastólsliðið og ég held þeir verði bara alveg flottir strax í næsta leik,“ sagði Teitur. „Þetta gerist og segir kannski ungu leikmönnum hvað hugurinn skiptir miklu máli í íþróttum. Það skiptir akkúrat engu máli hvað þú ert góður í einhverju ef hugurinn fylgir ekki,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira