Innlent

Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Sam­fylkingu á Akur­eyri

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hilda Jana ætlar að einbeita sér að nýrri vinnu í stað þess að fara aftur fram. 
Hilda Jana ætlar að einbeita sér að nýrri vinnu í stað þess að fara aftur fram. 

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér aftur til oddvita Samfylkingar. Hún tók nýlega við sem samskiptastjóri Sjúkrahússins á Akureyri og segir í svari til Akureyri.net að hún ætli að einbeita sér að því.

Hilda Jana hefur setið í bæjarstjórn á Akureyri í átta ár og leitt lista Samfylkingar í tvennum kosningum. Frétt Akureyri.net. 

Ekki hefur verið greint frá því hvernig verður valið á lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem eru í maí á næsta ári.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, tilkynnti í gær að hún vildi áfram leiða lista flokksins og Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tilkynnti í vikunni að hann gefi kost á sér til að leiða listann áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×