Körfubolti

Tryggvi og fé­lagar unnu 63 stiga sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket eiga titil að verja í Evrópubikarnum.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket eiga titil að verja í Evrópubikarnum. getty/Alberto Gardin

Íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta sem spiluðu með sínum liðum í kvöld áttu góðu gengi að fagna.

Anwil Wloclawek og Bilbao Basket, sem Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason leika með, unnu bæði sína leiki í Evrópubikarnum.

Anwil Wloclawek vann átján stiga sigur á Trepca, 96-78, í F-riðli. Pólska liðið endaði með níu stig í 3. sæti riðilsins og komst ekki áfram.

Elvar skoraði tíu stig og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum. Hann hitti úr þremur af fimm skotum sínum utan af velli og nýtti þrjú af fjórum vítaskotum sem hann tók.

Tryggvi og félagar í Bilbao áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna Kutaisi frá Georgíu. Niðurstaðan var 63 stiga sigur, 117-54. Bilbao vann E-riðil með ellefu stig.

Tryggvi lék aðeins í tæpar sjö mínútur í kvöld en skilaði á þeim fimm stigum og þremur fráköstum.

Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava unnu nauman sigur á Juventus í King Mindaugas bikarnum í Litáen, 82-80.

Hilmar Smári skoraði sjö stig fyrir Jonava, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Jonava lenti í 4. sæti riðilsins og er komið áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×