Manchester United með lið í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Nú geta körfuboltamenn einnig farið að dreyma um að spila fyrir Manchester United. Getty/Sarah Stier/ Manchester United er sagt hafa samþykkt að stofna körfuboltalið sem mun taka þátt í NBA Europe, en félagið átti áður körfuboltalið á níunda áratugnum. Meðeigandinn Sir Jim Ratcliffe leitar nú að fleiri tekjustofnum fyrir félagið og horfir greinilega á aðrar íþróttir samkvæmt þessum fréttum. Nýja keppnin, sem kallast NBA Europe, eða Evrópudeild NBA, er væntanleg árið 2027 og verður fyrsta varanlega stækkun deildarinnar utan Norður-Ameríku. Markmið verkefnisins er að sameina úrvalslið í Evrópu undir merkjum NBA og skapa sérleyfiskerfi sem styður við núverandi landsdeildir en opnar um leið fyrir ný viðskiptatækifæri víðs vegar um álfuna. „Þetta er ný deild sem verður góð fyrir kerfið og mun færa okkur fjármagn og skemmtun. Á fimmtíu milljarða dala markaði er viðskiptavirði evrópsks körfubolta aðeins tvö hundruð milljónir dala. NBA-deild er einmitt tækifæri til að auka samkeppnishæfni og stækka hópinn. Ef Manchester United, vinsælasta fótboltalið heims, hefur þegar sagt já, þá hlýtur að vera ástæða fyrir því,“ sagði Gianni Petrucci forseti ítalska körfuboltasambandsins við Corriere dello Sport. Áætlanirnar gera ráð fyrir að stórar evrópskar borgir, þar á meðal Manchester, verði heimili tíu til tólf stofnliða og að NBA Europe gæti farið af stað í byrjun tímabilsins 2027/28. Manchester United yrði ekki fyrsti evrópski fótboltarisinn til að taka körfuboltanum opnum örmum. Real Madrid og FC Barcelona reka bæði úrvalskörfuboltalið sem keppa í Liga ACB á Spáni og EuroLeague. Bayern München rekur farsæla körfuboltadeild í Þýskalandi, á meðan LDLC ASVEL Villeurbanne í Frakklandi hefur tengsl við Paris Saint-Germain. Það er ekki bara Manchester United sem myndi hagnast á samningnum. Samstarf við fótboltafélög býður upp á flýtileið að vörumerkjaþekkingu fyrir NBA Europe, þar sem félög eins og United státa nú þegar af alþjóðlegum vinsældum sem þýðir að körfuboltinn getur laðað að sér fótboltaaðdáendur með lágmarksmarkaðsátaki. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NBA Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Meðeigandinn Sir Jim Ratcliffe leitar nú að fleiri tekjustofnum fyrir félagið og horfir greinilega á aðrar íþróttir samkvæmt þessum fréttum. Nýja keppnin, sem kallast NBA Europe, eða Evrópudeild NBA, er væntanleg árið 2027 og verður fyrsta varanlega stækkun deildarinnar utan Norður-Ameríku. Markmið verkefnisins er að sameina úrvalslið í Evrópu undir merkjum NBA og skapa sérleyfiskerfi sem styður við núverandi landsdeildir en opnar um leið fyrir ný viðskiptatækifæri víðs vegar um álfuna. „Þetta er ný deild sem verður góð fyrir kerfið og mun færa okkur fjármagn og skemmtun. Á fimmtíu milljarða dala markaði er viðskiptavirði evrópsks körfubolta aðeins tvö hundruð milljónir dala. NBA-deild er einmitt tækifæri til að auka samkeppnishæfni og stækka hópinn. Ef Manchester United, vinsælasta fótboltalið heims, hefur þegar sagt já, þá hlýtur að vera ástæða fyrir því,“ sagði Gianni Petrucci forseti ítalska körfuboltasambandsins við Corriere dello Sport. Áætlanirnar gera ráð fyrir að stórar evrópskar borgir, þar á meðal Manchester, verði heimili tíu til tólf stofnliða og að NBA Europe gæti farið af stað í byrjun tímabilsins 2027/28. Manchester United yrði ekki fyrsti evrópski fótboltarisinn til að taka körfuboltanum opnum örmum. Real Madrid og FC Barcelona reka bæði úrvalskörfuboltalið sem keppa í Liga ACB á Spáni og EuroLeague. Bayern München rekur farsæla körfuboltadeild í Þýskalandi, á meðan LDLC ASVEL Villeurbanne í Frakklandi hefur tengsl við Paris Saint-Germain. Það er ekki bara Manchester United sem myndi hagnast á samningnum. Samstarf við fótboltafélög býður upp á flýtileið að vörumerkjaþekkingu fyrir NBA Europe, þar sem félög eins og United státa nú þegar af alþjóðlegum vinsældum sem þýðir að körfuboltinn getur laðað að sér fótboltaaðdáendur með lágmarksmarkaðsátaki. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NBA Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira