Erlent

Öldunga­deild sam­þykkir líka birtingu Epstein-skjalanna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Frumvarpið fer nú til forsetans til undirritunar.
Frumvarpið fer nú til forsetans til undirritunar. Vísir/EPA

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 

Í erlendum miðlum kemur fram að Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, hafi beðið deildina um að samþykkja frumvarpið einróma. Enginn öldungadeildarþingmaður mótmælti frumvarpinu.

Chuck Schumer sagði fórnarlömb Epstein hafa beðið nógu lengi. Vísir/EPA

„Þetta snýst um að veita bandarísku þjóðinni það gagnsæi sem hún hefur kallað eftir,“ segir Schumer. „Bandaríska þjóðin hefur beðið nógu lengi. Fórnarlömb Jeffrey Epstein hafa beðið nógu lengi. Leyfðum sannleikanum að koma í ljós.“

Trump, sem áður hafði beitt sér gegn birtingu Epstein-skjalanna segist ætla að undirrita frumvarpið og gera það að lögum. Þegar það hefur verið undirritað hefur dómsmálaráðuneytið 30 daga frest til að birta öll Epstein-skjölin. 

Þolendur Epstein komu saman fyrir utan þinghúsið í dag til að hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp um birtingu skjalanna. Vísir/EPA

Fram hefur komið að ákveðin skjöl sem varða fórnarlömb undir lögaldri eða yfirstandandi rannsóknir verði hugsanlega ekki birt.


Tengdar fréttir

Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein.

Þekktir vísinda­menn lögðu lag sitt við Ep­stein

Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot.

Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Ep­stein

Fyrrverandi forseti Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×