Skoðun

Á­skorun til Þjóð­kirkjunnar

Skírnir Garðarsson skrifar

Íslenska þjóðkirkjan hefur smám saman fjarlægst sitt meginhlutverk, sem er að annast um andlega og veraldlega hagi sóknarbarna sinna. Tími prestanna fer oftar en ekki í að rukka fyrir prestverk og skipta sér af hinu og þessu, vera seremóníumeistarar og taka þátt í alls kyns veraldlegu glingurstússi. samkv. pöntun.

Undirritaður hefur ítrekað bent á að lágmarkskrafa á hendur þjóðkirkjunni sé að söfnuðir hennar annist heimilislaust fólk, sem skrásett er í hverjum og einum söfnuði, útvegi því mat og húsaskjól yfir köldustu vetrarmánuðina.

Nóg er til af stórum safnaðarheimilum og húsnæði til þess arna.

Kaþólska kirkja er í vexti, enda sinnir hún í mun stærra mæli frumþörfum sóknarbarna sinna, sama er að segja um fríkirkjurnar og svokallaða "sértrúarsöfnuði", sem oftar en ekki eru mun gáfulegri en hin glitstakkavædda þjóðkirkja.

Þetta er góð tillaga og brýnt mál sem myndi bæta ímynd þjóðkirkjunnar sem skorar lágt á vinsældakönnunum um þessar mundir.

Höfundur er fyrrverandi prestur




Skoðun

Skoðun

Ytra mat á ís

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×