Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2025 06:46 Snorri Másson sigurreifur þegar hann var kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Hann hefur mikið rætt fjölgun innflytjenda í samhengi við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga. Vísir Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Málflutningur Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins, um að fjölgun innflytjenda á Íslandi endi með því að Íslendingar verði í minnihluta í eigin landi hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Eftir að þingmaðurinn skrifaði grein í Viðskiptablaðið í síðasta mánuði um að „hrun vestrænnar siðmenningar“ vofði yfir og að „heimamenn“ yrðu að óbreyttu í minnihluta eftir nokkra áratugi vegna þess að innflytjendum fjölgaði margfalt hraðar en innfæddum var hann sakaður um að dreifa rasískri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“ (e. Great Replacement Theory). Samkvæmt þeirri kenningu er marvisst unnið að því að „skipta“ hvítum íbúum Evrópu og Bandaríkjanna út fyrir innflytjendur af öðrum kynþáttum, sérstaklega frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þessi miklu útskipti eigi sér stað með samþykki og jafnvel að undirlagi „elítu“ í vestrænum ríkjum. Í greininni í Viðskiptablaðinu notar Snorri meðal annars orðalagið að „skipta þjóðinni út“. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði þessa tilgátu Snorra þekkt rasískt skref sem ætti rætur sína í gyðingahatri í viðtali á Rás 2 þar sem þeir voru saman gestir. Með henni væri Snorri að „fiska í gruggugu vatni“. Ian McDonald, stjórnarmaður í Eflingu, gagnrýndi skrif Snorra sömuleiðis og taldi hann boða „mjúka“ útgáfu af útskiptunum miklu. Ekki kenning heldur „staðreynd“ McDonald virðist vera „einhver gaurinn“ sem Snorri sakaði Heimildina um að hafa fundið til þess að kalla hugmyndir hans rasíska samsæriskenningu í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum í síðustu viku. „The Great Replacement Theory. Þetta er ekki kenning, þetta er tölfræðileg staðreynd,“ sagði Snorri í myndbandinu þar sem hann talaði um mikilvægi þess að stöðva innflytjendastraum til landsins. Í viðtali við Vísi segist Snorri hafa vísað til eigin málflutnings um fjölgun innflytjenda, ekki kenningarinnar um útskiptin miklu sem slíkrar. „Ég er nú einkum að vísa til þess að það sem ég er að benda á, tölfræðilega þróunin, er staðreynd,“ segir Snorri. Hann vísar til mannfjöldaspár Hagstofunnar sem gerir ráð fyrir að næstu sextán árin flytjist 85 þúsund manns til landsins umfram þá sem flytji frá því á sama tíma og fæðingartíðni íbúa landsins dregst saman. Út frá henni verði sífellt stærri hluti samfélagsins innflytjendur. Íslensk stjórnvöld standi að útskiptunum Þingmaðurinn segist ekki átta sig fyllilega á forsendum kenningarinnar um útskiptin miklu en hann skilji hana þannig að ákveðinn hópur standi fyrir útskiptunum og hafi skýran ásetning um að skipta þjóðum út. Sjálfur láti hann aðra um vangaveltur um hver hafi slíkan ásetning. „Ég beini mínum sjónum bara að íslenskum stjórnvöldum og ábyrgum kjörnum fulltrúum á Íslandi sem móta stefnuna,“ segir Snorri. Snorri Másson með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur á landsþingi Miðflokksins. Forysta flokksins hefur sakað stjórnvöld um stjórnleysi á landamærunum og að þau séu galopin.Vísir/Lýður Valberg Spurður út í orðalagið sem hann notaði í grein sinni í Viðskiptablaðinu um að „skipta út þjóðinni“ segir Snorri að spurningin sé þá hver sé að því. „Svarið við því er strangt tiltekið í þessu samhengi á endanum íslensk stjórnvöld,“ segir varaformaðurinn. Ertu þá ekki kominn í þá kenningu [um útskiptin miklu]? „En er kenningin þá eitthvað annað en lýsing á athæfi? Út á hvað gengur kenning þá ef þetta er það sem er gert? Er þá kenning í sjálfu sér að líta á það og segja fullum fetum hvað er gert? Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ segir hann. Augljóst að byrjað sé að daðra við kenninguna á Íslandi Hugmyndin um útskiptin miklu hefur náð töluverðri útbreiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum samhliða uppgangi öfgahægriafla þar á undanförnum árum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kenninguna einhverja áhrifamestu samsæriskenningu samtímans í Evrópu og Vesturlöndum. Fyllsta útgáfa hennar gangi út að miðausturlenskir illvirkjar sendi flóttafólk og fólk frá múslimaríkjum markvisst til Evrópu í þeim tilgangi að útrýma kristinni menningu og arfleifð álfunnar. Sér til fulltingis hafi þeir innri svikara, einhvers konar elítu menningarmarxista sem taki þátt í samsærinu um að breyta álfunni. „Síðan slá popúlískir stjórnmálamenn í og úr hvaða hana varðar,“ segir Eiríkur við Vísi. Marine Le Pen og Geert Wilders, helstu leiðtogar þjóðernispopúlískra flokka í Evrópu.Vísir/AFP Leiðtogar eins og Geert Wilders í Hollandi og Marine Le Pen í Frakklandi haldi kenningunni til dæmis ákaft fram. Þessi orðræða hafi ekki verið hávær á Íslandi til þessa. „En það er augljóst að menn eru farnir að daðra eitthvað við hana,“ segir Eiríkur og vísar meðal annars til málflutnings Snorra. Mannfjöldaþróun styður ekki kenninguna Staðreyndir um mannfjöldaþróun styðja ekki kenninguna um útskiptin miklu, að sögn Eiríks. Múslimar séu enn fámennur hópur í Evrópu og á Íslandi nái þeir varla máli í mannfjöldatölum. „Þessi barátta er mjög oft gegn einhvers konar ímynduðu ástandi fremur en gegn þeim raunveruleika sem blasir við á götum úti,“ segir prófessorinn. Í því samhengi bendir Eiríkur á að nær allar samsæriskenningar í umferð á Íslandi séu innfluttar frá nágrannalöndum. Kenningin um útskiptin miklu sé klassískt dæmi um það. „Þar sem það er mjög fátt í íslensku samfélagi sem kallar á þá kenningu annað en umræðan í löndunum í kringum okkur.“ Rúmlega átján prósent íbúa á Íslandi í fyrra voru innflytjendur, hátt í sjötíu þúsund manns, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef litið er til annarrar kynslóðar innflytjenda er fimmtungur landsmanna innflytjendur. Mannfjöldaspá Hagstofunnar, sem Snorri vísar í máli sínu til stuðnings, gerir ráð fyrir að samtals muni rúmlega 85.000 manns flytji til landsins umfram þá sem flytja frá því fyrir árið 2042. Hún nær til allra aðfluttra, ekki aðeins innflytjenda þótt erlendir ríkisborgarar séu stærsti hópurinn. Þvert á það sem stundum hefur verið haldið fram er fæðingartíðni á meðal kvenna með íslenskan bakgrunn hærri en innflytjenda. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni sem teknar voru saman fyrir hlaðvarpið Sirkabát á Gímaldinu var fæðingartíðnin 1,78 barn á hverja íslenska konu en 1,12 á innflytjendakonur. Íslenskar konur eru þarna skilgreindar sem þær sem eru fæddar á Íslandi og eiga báða foreldra, afa og ömmur sem eru fædd á Íslandi. Innflytjendur eru þeir sem ekkert af þessu á við. Upprunnin í Frakklandi Kenningin sem slík er ekki ný af nálinni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League (ADL) segja hugmyndina eiga rætur sínar í franskri þjóðernishyggju á fyrri hluta 20. aldar. Hugtakið „útskiptin miklu“ hafi svo breiðst út eftir að Renaud Camus, franskur rithöfundur, byrjaði að nota það upp úr 2011. Hann hélt því fram að hvítum frumbyggjum Evrópu væri skipt út fyrir afríska og miðausturlenska innflytjendur. Afleiðing þess yrði útrýming hvíta kynþáttarins. Líkt og Snorri byggði Camus á því að innflytjendur, sérstaklega af öðrum kynþáttum og múslimar, fjölguðu sér mun hraðar en hvítir Evrópubúar. Færst inn í meginstrauminn með uppgangi öfgaghægrihyggju Hreyfing hvítra þjóðernissinna hefur þar til tiltölulega nýlega verið helsti boðberi útskiptanna miklu. Á undanförnum árum hefur samsæriskenningin færst í auknum mæli inn í meginstraum hægri vængs stjórnmálanna. Þannig hafa fulltrúar Valkosts fyrir Þýskaland í Þýskalandi og Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum boðað útgáfur af kenningunni opinberlega. Þegar hvítir þjóðernissinnar komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum í ágúst 2017 kyrjuðu þeir meðal annars að „gyðingar munu ekki skipta okkur út“. Það var vísun í samsæriskenningu um að gyðingar stæðu að innflutningu á fólki af öðrum uppruna sem ættu eftir að gera hvítt fólk að minnihluta í Bandaríkjunum.Vísir/Getty Í Bandaríkjunum er kenningin um útskiptin miklu tengd gyðingahatri þar sem hvítir þjóðernissinnar kenna gjarnan gyðingum um að standa að baki innflutningi fólks af öðrum kynþáttum. Auðkýfingurinn George Soros hefur ítrekað verið bendlaður við það í kreðsum öfgahægrimanna. Samhliða kenningunni um að „innfæddir“ séu að verða að minnihluta í eigin löndum hafa málsvarar jaðarhægriflokka að undanförnu lagt áherslu á mikilvægi þess að konur eignist fleiri börn. Sú orðræða hefur nýlega orðið áberandi í kringum Miðflokk Snorra. Varamaður í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði af sér í síðasta mánuði eftir að fjallað var um ummæli hans um að „genamengi“ skipti máli við uppbyggingu samfélaga og að það truflaði hann ekki að vera kallaður rasisti. Sami maður hefur vísað til hvítrar útgáfu af Orku, orkudrykk frá Ölgerðinni, sem opinbers drykks íslenskra öfgahægrimanna. Það virðist bein vísun í slagorð hvítra bandarískra þjóðernissinna um yfirburðahyggju hvítra (e. white power). Sór af sér kenninguna eftir gagnrýni Stjórnmálamenn í Evrópu hafa komist í klandur með því að breiða út kenninguna um útskiptin miklu. Þannig sór Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, kenninguna af sér og eyddi vísunum til hennar af samfélagsmiðlum sínum eftir gagnrýni fyrir tveimur árum. „Leyfið mér að tala skýrt: ég trúi ekki á samsæri. Ég trúi heldur ekki á kenninguna um útskiptin miklu,“ sagði Rantanen sem kemur úr jaðarhægriflokknum Sönnum Finnum. Miðflokkurinn Innflytjendamál Fjölmiðlar Alþingi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. 12. október 2025 13:43 Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna. 4. nóvember 2025 20:20 Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Málflutningur Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins, um að fjölgun innflytjenda á Íslandi endi með því að Íslendingar verði í minnihluta í eigin landi hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Eftir að þingmaðurinn skrifaði grein í Viðskiptablaðið í síðasta mánuði um að „hrun vestrænnar siðmenningar“ vofði yfir og að „heimamenn“ yrðu að óbreyttu í minnihluta eftir nokkra áratugi vegna þess að innflytjendum fjölgaði margfalt hraðar en innfæddum var hann sakaður um að dreifa rasískri samsæriskenningu sem kennd er við „útskiptin miklu“ (e. Great Replacement Theory). Samkvæmt þeirri kenningu er marvisst unnið að því að „skipta“ hvítum íbúum Evrópu og Bandaríkjanna út fyrir innflytjendur af öðrum kynþáttum, sérstaklega frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þessi miklu útskipti eigi sér stað með samþykki og jafnvel að undirlagi „elítu“ í vestrænum ríkjum. Í greininni í Viðskiptablaðinu notar Snorri meðal annars orðalagið að „skipta þjóðinni út“. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði þessa tilgátu Snorra þekkt rasískt skref sem ætti rætur sína í gyðingahatri í viðtali á Rás 2 þar sem þeir voru saman gestir. Með henni væri Snorri að „fiska í gruggugu vatni“. Ian McDonald, stjórnarmaður í Eflingu, gagnrýndi skrif Snorra sömuleiðis og taldi hann boða „mjúka“ útgáfu af útskiptunum miklu. Ekki kenning heldur „staðreynd“ McDonald virðist vera „einhver gaurinn“ sem Snorri sakaði Heimildina um að hafa fundið til þess að kalla hugmyndir hans rasíska samsæriskenningu í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum í síðustu viku. „The Great Replacement Theory. Þetta er ekki kenning, þetta er tölfræðileg staðreynd,“ sagði Snorri í myndbandinu þar sem hann talaði um mikilvægi þess að stöðva innflytjendastraum til landsins. Í viðtali við Vísi segist Snorri hafa vísað til eigin málflutnings um fjölgun innflytjenda, ekki kenningarinnar um útskiptin miklu sem slíkrar. „Ég er nú einkum að vísa til þess að það sem ég er að benda á, tölfræðilega þróunin, er staðreynd,“ segir Snorri. Hann vísar til mannfjöldaspár Hagstofunnar sem gerir ráð fyrir að næstu sextán árin flytjist 85 þúsund manns til landsins umfram þá sem flytji frá því á sama tíma og fæðingartíðni íbúa landsins dregst saman. Út frá henni verði sífellt stærri hluti samfélagsins innflytjendur. Íslensk stjórnvöld standi að útskiptunum Þingmaðurinn segist ekki átta sig fyllilega á forsendum kenningarinnar um útskiptin miklu en hann skilji hana þannig að ákveðinn hópur standi fyrir útskiptunum og hafi skýran ásetning um að skipta þjóðum út. Sjálfur láti hann aðra um vangaveltur um hver hafi slíkan ásetning. „Ég beini mínum sjónum bara að íslenskum stjórnvöldum og ábyrgum kjörnum fulltrúum á Íslandi sem móta stefnuna,“ segir Snorri. Snorri Másson með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur á landsþingi Miðflokksins. Forysta flokksins hefur sakað stjórnvöld um stjórnleysi á landamærunum og að þau séu galopin.Vísir/Lýður Valberg Spurður út í orðalagið sem hann notaði í grein sinni í Viðskiptablaðinu um að „skipta út þjóðinni“ segir Snorri að spurningin sé þá hver sé að því. „Svarið við því er strangt tiltekið í þessu samhengi á endanum íslensk stjórnvöld,“ segir varaformaðurinn. Ertu þá ekki kominn í þá kenningu [um útskiptin miklu]? „En er kenningin þá eitthvað annað en lýsing á athæfi? Út á hvað gengur kenning þá ef þetta er það sem er gert? Er þá kenning í sjálfu sér að líta á það og segja fullum fetum hvað er gert? Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ segir hann. Augljóst að byrjað sé að daðra við kenninguna á Íslandi Hugmyndin um útskiptin miklu hefur náð töluverðri útbreiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum samhliða uppgangi öfgahægriafla þar á undanförnum árum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir kenninguna einhverja áhrifamestu samsæriskenningu samtímans í Evrópu og Vesturlöndum. Fyllsta útgáfa hennar gangi út að miðausturlenskir illvirkjar sendi flóttafólk og fólk frá múslimaríkjum markvisst til Evrópu í þeim tilgangi að útrýma kristinni menningu og arfleifð álfunnar. Sér til fulltingis hafi þeir innri svikara, einhvers konar elítu menningarmarxista sem taki þátt í samsærinu um að breyta álfunni. „Síðan slá popúlískir stjórnmálamenn í og úr hvaða hana varðar,“ segir Eiríkur við Vísi. Marine Le Pen og Geert Wilders, helstu leiðtogar þjóðernispopúlískra flokka í Evrópu.Vísir/AFP Leiðtogar eins og Geert Wilders í Hollandi og Marine Le Pen í Frakklandi haldi kenningunni til dæmis ákaft fram. Þessi orðræða hafi ekki verið hávær á Íslandi til þessa. „En það er augljóst að menn eru farnir að daðra eitthvað við hana,“ segir Eiríkur og vísar meðal annars til málflutnings Snorra. Mannfjöldaþróun styður ekki kenninguna Staðreyndir um mannfjöldaþróun styðja ekki kenninguna um útskiptin miklu, að sögn Eiríks. Múslimar séu enn fámennur hópur í Evrópu og á Íslandi nái þeir varla máli í mannfjöldatölum. „Þessi barátta er mjög oft gegn einhvers konar ímynduðu ástandi fremur en gegn þeim raunveruleika sem blasir við á götum úti,“ segir prófessorinn. Í því samhengi bendir Eiríkur á að nær allar samsæriskenningar í umferð á Íslandi séu innfluttar frá nágrannalöndum. Kenningin um útskiptin miklu sé klassískt dæmi um það. „Þar sem það er mjög fátt í íslensku samfélagi sem kallar á þá kenningu annað en umræðan í löndunum í kringum okkur.“ Rúmlega átján prósent íbúa á Íslandi í fyrra voru innflytjendur, hátt í sjötíu þúsund manns, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef litið er til annarrar kynslóðar innflytjenda er fimmtungur landsmanna innflytjendur. Mannfjöldaspá Hagstofunnar, sem Snorri vísar í máli sínu til stuðnings, gerir ráð fyrir að samtals muni rúmlega 85.000 manns flytji til landsins umfram þá sem flytja frá því fyrir árið 2042. Hún nær til allra aðfluttra, ekki aðeins innflytjenda þótt erlendir ríkisborgarar séu stærsti hópurinn. Þvert á það sem stundum hefur verið haldið fram er fæðingartíðni á meðal kvenna með íslenskan bakgrunn hærri en innflytjenda. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni sem teknar voru saman fyrir hlaðvarpið Sirkabát á Gímaldinu var fæðingartíðnin 1,78 barn á hverja íslenska konu en 1,12 á innflytjendakonur. Íslenskar konur eru þarna skilgreindar sem þær sem eru fæddar á Íslandi og eiga báða foreldra, afa og ömmur sem eru fædd á Íslandi. Innflytjendur eru þeir sem ekkert af þessu á við. Upprunnin í Frakklandi Kenningin sem slík er ekki ný af nálinni. Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League (ADL) segja hugmyndina eiga rætur sínar í franskri þjóðernishyggju á fyrri hluta 20. aldar. Hugtakið „útskiptin miklu“ hafi svo breiðst út eftir að Renaud Camus, franskur rithöfundur, byrjaði að nota það upp úr 2011. Hann hélt því fram að hvítum frumbyggjum Evrópu væri skipt út fyrir afríska og miðausturlenska innflytjendur. Afleiðing þess yrði útrýming hvíta kynþáttarins. Líkt og Snorri byggði Camus á því að innflytjendur, sérstaklega af öðrum kynþáttum og múslimar, fjölguðu sér mun hraðar en hvítir Evrópubúar. Færst inn í meginstrauminn með uppgangi öfgaghægrihyggju Hreyfing hvítra þjóðernissinna hefur þar til tiltölulega nýlega verið helsti boðberi útskiptanna miklu. Á undanförnum árum hefur samsæriskenningin færst í auknum mæli inn í meginstraum hægri vængs stjórnmálanna. Þannig hafa fulltrúar Valkosts fyrir Þýskaland í Þýskalandi og Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum boðað útgáfur af kenningunni opinberlega. Þegar hvítir þjóðernissinnar komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum í ágúst 2017 kyrjuðu þeir meðal annars að „gyðingar munu ekki skipta okkur út“. Það var vísun í samsæriskenningu um að gyðingar stæðu að innflutningu á fólki af öðrum uppruna sem ættu eftir að gera hvítt fólk að minnihluta í Bandaríkjunum.Vísir/Getty Í Bandaríkjunum er kenningin um útskiptin miklu tengd gyðingahatri þar sem hvítir þjóðernissinnar kenna gjarnan gyðingum um að standa að baki innflutningi fólks af öðrum kynþáttum. Auðkýfingurinn George Soros hefur ítrekað verið bendlaður við það í kreðsum öfgahægrimanna. Samhliða kenningunni um að „innfæddir“ séu að verða að minnihluta í eigin löndum hafa málsvarar jaðarhægriflokka að undanförnu lagt áherslu á mikilvægi þess að konur eignist fleiri börn. Sú orðræða hefur nýlega orðið áberandi í kringum Miðflokk Snorra. Varamaður í stjórn ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði af sér í síðasta mánuði eftir að fjallað var um ummæli hans um að „genamengi“ skipti máli við uppbyggingu samfélaga og að það truflaði hann ekki að vera kallaður rasisti. Sami maður hefur vísað til hvítrar útgáfu af Orku, orkudrykk frá Ölgerðinni, sem opinbers drykks íslenskra öfgahægrimanna. Það virðist bein vísun í slagorð hvítra bandarískra þjóðernissinna um yfirburðahyggju hvítra (e. white power). Sór af sér kenninguna eftir gagnrýni Stjórnmálamenn í Evrópu hafa komist í klandur með því að breiða út kenninguna um útskiptin miklu. Þannig sór Mari Rantanen, innanríkisráðherra Finnlands, kenninguna af sér og eyddi vísunum til hennar af samfélagsmiðlum sínum eftir gagnrýni fyrir tveimur árum. „Leyfið mér að tala skýrt: ég trúi ekki á samsæri. Ég trúi heldur ekki á kenninguna um útskiptin miklu,“ sagði Rantanen sem kemur úr jaðarhægriflokknum Sönnum Finnum.
Mannfjöldaspá Hagstofunnar, sem Snorri vísar í máli sínu til stuðnings, gerir ráð fyrir að samtals muni rúmlega 85.000 manns flytji til landsins umfram þá sem flytja frá því fyrir árið 2042. Hún nær til allra aðfluttra, ekki aðeins innflytjenda þótt erlendir ríkisborgarar séu stærsti hópurinn. Þvert á það sem stundum hefur verið haldið fram er fæðingartíðni á meðal kvenna með íslenskan bakgrunn hærri en innflytjenda. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni sem teknar voru saman fyrir hlaðvarpið Sirkabát á Gímaldinu var fæðingartíðnin 1,78 barn á hverja íslenska konu en 1,12 á innflytjendakonur. Íslenskar konur eru þarna skilgreindar sem þær sem eru fæddar á Íslandi og eiga báða foreldra, afa og ömmur sem eru fædd á Íslandi. Innflytjendur eru þeir sem ekkert af þessu á við.
Miðflokkurinn Innflytjendamál Fjölmiðlar Alþingi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. 12. október 2025 13:43 Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna. 4. nóvember 2025 20:20 Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. 12. október 2025 13:43
Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna. 4. nóvember 2025 20:20
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32