Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 20:00 Sebrahestur með síma og þrjú ljón baksviðs í Þjóðleikhúskjallaranum. Einn af grínstjórunum sem standa að Grínkjallaranum einu sinni í viku líkir sjálfum sér við sebrahest umkringdan ljónum, enda eini gamli hnakkinn í hópnum á meðan allir hinir uppistandararnir gengu í MH. Hann segir það alvöru hark að standa fyrir gríni og glensi einu sinni í viku en segir hópinn hinsvegar vera þann eina rétta til þess að standa í slíkum stórræðum. „Við erum ótrúlega ólík, þetta er mjög fjölbreyttur hópur. Sumt sem ég segi baksviðs, það slær kannski ekkert endilega í gegn - en sumt hittir í mark,“ segir grínistinn og útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason í gríni í samtali við Vísi. Hann leiðir nú vaskan hóp uppistandara sem standa einu sinni í viku fyrir uppistandi í Þjóðleikhúskjallaranum undir merkjum Grínkjallarans. Með Bolla í för eru þau Hekla Elísabet, Guðmundur Einar og Vigdís Hafliða sem öll hafa vakið athygli í uppistandinu. Í hverri einustu viku er svo gestur sem hefur gert garðinn frægan í uppistandi. „Við komum öll úr mjög ólíkum áttum, erum með ólíka bakgrunna, þó við séum reyndar öll hvít og rauðhærð. Ætli ég sé ekki ólíkastur þeim þegar ég pæli í því, þau voru öll í MH á meðan ég var bara með í vörinni í MS. Ég er kannski svolítið eins og sebrahestur umkringdur krúttlegum ljónum þegar ég pæli í því,“ segir Bolli og skellir upp úr. „En við erum geggjaður hópur, þetta er fjölbreytt efni sem við færum á borð gesta fyrir vikið. Stundum segi ég brandara og Gummi lætur mig heyra það, segir að ég sé bully. Þetta er gamall vani, ég er að reyna breyta þessu!“ Hann bætir því i við að þetta hafi allt hafist í fyrra þegar Hugleikur Dagsson, Hekla, Nadia og Stefán Vigfús hafi byrjað með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum einu sinni í viku. Það fór vel af stað, enda fátt skemmtilegra en að mæta í stuði á fimmtudagskvöldi, fá sér kannski í aðra tána og hlæja. „Þá myndaðist stemning með þessu konsepti og núna erum við nýr hópur, ég er kannski smá eins og fyrirliði, ég tek púlsinn á salnum og er kynnir, með misgáfulegar pælingar. Síðan mætir mitt fólk upp á svið og við sjáum hvað gerist í hverri viku.“ Hópurinn samanstendur af einum hnakka úr MS og þremur MH-ingum. Sértrúasöfnuðir velkomnir Bolli segir listann yfir gestina sem mæta í vetur vera langan en meðal þeirra sem hafa þegar mætt er Snjólaug Lúðvíks og margar kanónur eftir, Birna Rún verður með okkur næsta fimmtudag. Hann segir stemninguna sem myndist í salnum oftar en ekki stórskemmtilega en meðal þess sem tekið er fram á síðu uppistandsins á vef Tix er að um sé að ræða frábæra skemmtun fyrir fjölskyldu, vinnustaði, vinahópa og líka sértrúasöfnuði. „Stendur það í alvörunni?!“ spyr Bolli hlæjandi þegar blaðamaður ber þetta undir hann. „Jú þetta er auðvitað alveg hárrétt, þetta er hin fullkomna skemmtun fyrir sértrúasöfnuðinn, það eru bókstaflega allir velkomnir! Skjöldur Íslands ætlaði einmitt að fjölmenna á næsta kvöld. Það verður geggjuð orka!“ segir Bolli enn hlæjandi og tekur fram að hann sé að grínast. Sjálfur er Bolli í útvarpinu á K100 á hverjum einasta virka degi. Hann segir útvarpslífið í bland við grínista- og veislustjórnunina henta sér einstaklega vel en það sé þó lúmskt álag að vinna við ekkert annað en að tala. Þetta er alvöru harkbransi sem þú valdir þér? „Ég hélt þetta yrði miklu meira næs. Ég hélt mig langaði þetta þar til ég byrjaði í þessu,“ segir Bolli, viti menn, enn hlæjandi. Grín og gaman Leikhús Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Við erum ótrúlega ólík, þetta er mjög fjölbreyttur hópur. Sumt sem ég segi baksviðs, það slær kannski ekkert endilega í gegn - en sumt hittir í mark,“ segir grínistinn og útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason í gríni í samtali við Vísi. Hann leiðir nú vaskan hóp uppistandara sem standa einu sinni í viku fyrir uppistandi í Þjóðleikhúskjallaranum undir merkjum Grínkjallarans. Með Bolla í för eru þau Hekla Elísabet, Guðmundur Einar og Vigdís Hafliða sem öll hafa vakið athygli í uppistandinu. Í hverri einustu viku er svo gestur sem hefur gert garðinn frægan í uppistandi. „Við komum öll úr mjög ólíkum áttum, erum með ólíka bakgrunna, þó við séum reyndar öll hvít og rauðhærð. Ætli ég sé ekki ólíkastur þeim þegar ég pæli í því, þau voru öll í MH á meðan ég var bara með í vörinni í MS. Ég er kannski svolítið eins og sebrahestur umkringdur krúttlegum ljónum þegar ég pæli í því,“ segir Bolli og skellir upp úr. „En við erum geggjaður hópur, þetta er fjölbreytt efni sem við færum á borð gesta fyrir vikið. Stundum segi ég brandara og Gummi lætur mig heyra það, segir að ég sé bully. Þetta er gamall vani, ég er að reyna breyta þessu!“ Hann bætir því i við að þetta hafi allt hafist í fyrra þegar Hugleikur Dagsson, Hekla, Nadia og Stefán Vigfús hafi byrjað með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum einu sinni í viku. Það fór vel af stað, enda fátt skemmtilegra en að mæta í stuði á fimmtudagskvöldi, fá sér kannski í aðra tána og hlæja. „Þá myndaðist stemning með þessu konsepti og núna erum við nýr hópur, ég er kannski smá eins og fyrirliði, ég tek púlsinn á salnum og er kynnir, með misgáfulegar pælingar. Síðan mætir mitt fólk upp á svið og við sjáum hvað gerist í hverri viku.“ Hópurinn samanstendur af einum hnakka úr MS og þremur MH-ingum. Sértrúasöfnuðir velkomnir Bolli segir listann yfir gestina sem mæta í vetur vera langan en meðal þeirra sem hafa þegar mætt er Snjólaug Lúðvíks og margar kanónur eftir, Birna Rún verður með okkur næsta fimmtudag. Hann segir stemninguna sem myndist í salnum oftar en ekki stórskemmtilega en meðal þess sem tekið er fram á síðu uppistandsins á vef Tix er að um sé að ræða frábæra skemmtun fyrir fjölskyldu, vinnustaði, vinahópa og líka sértrúasöfnuði. „Stendur það í alvörunni?!“ spyr Bolli hlæjandi þegar blaðamaður ber þetta undir hann. „Jú þetta er auðvitað alveg hárrétt, þetta er hin fullkomna skemmtun fyrir sértrúasöfnuðinn, það eru bókstaflega allir velkomnir! Skjöldur Íslands ætlaði einmitt að fjölmenna á næsta kvöld. Það verður geggjuð orka!“ segir Bolli enn hlæjandi og tekur fram að hann sé að grínast. Sjálfur er Bolli í útvarpinu á K100 á hverjum einasta virka degi. Hann segir útvarpslífið í bland við grínista- og veislustjórnunina henta sér einstaklega vel en það sé þó lúmskt álag að vinna við ekkert annað en að tala. Þetta er alvöru harkbransi sem þú valdir þér? „Ég hélt þetta yrði miklu meira næs. Ég hélt mig langaði þetta þar til ég byrjaði í þessu,“ segir Bolli, viti menn, enn hlæjandi.
Grín og gaman Leikhús Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira