Lífið

GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðrún Ýr og Árni Steinn eiga saman einn dreng fyrir.
Guðrún Ýr og Árni Steinn eiga saman einn dreng fyrir. Elísabet Blöndal

Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN, á von á sínu öðru barni með sambýlismanni sínum, Árna Steini Steinþórssyni, lækni og handboltakappa, í apríl næstkomandi.

Guðrún Ýr er gengin fimm mánuði á leið og greindi frá óléttunni á tónleikum um helgina.

„Ég sagði að ég væri að gefa út tvær nýjar plötur á næsta ári, eiginlega þrjú verkefni, og eitt þeirra kemur í apríl, sem er kannski besta útgáfan,“ sagði Guðrún kímin í samtali við Vísi.

Parið byrjaði saman árið 2020 og eiga þau einn dreng sem er fæddur þann 25. júlí 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.