Fótbolti

Guð­mundur Guðjóns­son tekur við ÍR á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Guðmundur handsalar samninginn
Guðmundur handsalar samninginn Mynd ÍR fótbolti Facebook

ÍR hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en nokkuð hefur gustað um liðið í haust eftir að leikmenn liðsins sögðu upp störfum. Liðið leikur í 2. deild kvenna. Guð­mundur Guðjóns­son er nýr þjálfari liðsins.

Guðmundur tekur við liðinu af þeim Kjartani Stefánssyni og Agli Sigfússyni sem leystir frá störfum sem þjálfarar liðsins í lok september. Hann þjálfaði liðið árin 2016-2018 en hefur síðan sinnt yngri flokka þjálfun hjá Stjörnunni og Víkingi og einnig þjálfað meistaraflokk Álftaness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×