Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Þórður Kristjánsson var innlyksa í rúma þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs. Vísir/Bjarni Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið. Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið.
Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira