Körfubolti

Er Tóti Túr­bó of­metinn?

Siggeir Ævarsson skrifar
Tóti er með tæplega þrefalda tvennu að meðtali í leik í upphafi tímabils
Tóti er með tæplega þrefalda tvennu að meðtali í leik í upphafi tímabils Vísir/Anton Brink

Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar, eða Tóta Túrbó, á tímabilinu var til umræðu í Körfuboltakvöldi en sérfræðingarnir í setti voru ekki alveg sammála um hversu góður Tóti er í körfubolta.

Tóti var öflugur í sigurleik KR gegn ÍA á fimmtudagskvöldið þar sem hann var tveimur fráköstum frá tvöfaldri tvennu. Skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er raunar aðeins tveimur stoðsendingum og einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik.

Stefán Árni opnaði umræðuna á að segja að Tóti væri góður í körfubolta sem Sævar Sævarsson tók heilshugar undir en Maggi Gunn var ekki jafn sannfærður.

„Hann er pínu „overrated“ finnst mér.“ Hann hélt svo áfram og nefndi frammistöðu Tóta gegn Grindavík sérstaklega:

„Hann var með eitt af tólf og skoraði þrjú stig þegar þeir töpuðu á móti Grindavík. Þá gerði hann ekki neitt. Hann er ekki nógu stöðugur.“

Umræðan hélt svo áfram og úr varð „hot teik“ frá Magga sem vildi meina að Tóti væri ekki einu sinni einn af tíu bestu íslensku leikmönnum deildarinnar.

Innslagið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan:

Klippa: Er Tóti Túrbó ofmetinn?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×