„Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:00 Haukur Helgi Pálsson sýndi allar sína bestu hliðar í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Haukur Helgi Pálsson átti stórleik í sigri Álftnesinga á Njarðvíkingum í æsispennandi leik í Bónus-deild karla í körfubolta. Haukur meiddist í sumar og missti á grálegan hátt af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu en hann er kominn aftur af stað og sýndi styrk sinn í síðustu umferð. Það fór heldur ekki fram hjá strákunum í Bónus Körfuboltakvöldi sem lofuðu hans leik. „Haukur Helgi Pálsson, velkominn til baka eftir þessi einkennilegu meiðsl þín. Þó að hann sé nú kannski kominn til baka fyrir nokkrum umferðum þá var hann algjörlega geðveikur í þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Haukur var með 23 stig og 8 stoðsendingar og framlag upp á 34. Áttatíu prósent nóg „Þegar hann er áttatíu prósent þá er hann bara með bestu leikmönnum á landinu. Það er alveg unun að horfa á hann spila því hann er svo góður,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: „Hann gerir alla í kringum sig betri“ Haukur Helgi er kannski að eldast en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann kann leikinn best. Þú veist, sendingarnar og allt bara hjá honum. Eins og svona, ef einhverjir minni strákar ætla að dekka hann og hann bara fer með þá upp að körfunni,“ sagði Magnús. „Sævar, hversu mikilvægt verður það fyrir Álftnesinga ef þeir ætla sér alla leið, að hafa reynslubolta, mann sem þekkir deildina inn og út? Að hafa leiðtogann Hauk Helga Pálsson,“ spurði Stefán Árni Fær í öllum þáttum leiksins „Eins og Maggi kemur inn á, þá er Haukur Helgi sennilega, þegar hann er áttatíu prósent, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Maðurinn er fær í öllum þáttum leiksins. Þrátt fyrir að vera búinn að missa hraða og kannski sprengikraft og svona stökkkraft, þá er hann enn þá nautsterkur. Hann les leikinn vel,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er frábær varnarmaður, getur dekkað þrist, fjarka og fimmu. Og svo er það með sendingargetuna sem við sáum náttúrulega rosalega vel í þessum klippum. Það er eiginlega ekkert hægt að hrósa Hauki Helga eitthvað meira en við höfum gert síðastliðin ár,“ sagði Sævar. Gerir alla í kringum sig betri „Þetta er einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta,“ sagði Sævar og Magnús tók undir það. „Hann gerir alla í kringum sig betri. Alveg sama hver er inni á vellinum, sá leikmaður verður bara miklu betri með Hauk innanborðs,“ sagði Magnús. Það má horfa á alla umræðuna um Hauk Helga hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Álftanes Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Haukur meiddist í sumar og missti á grálegan hátt af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu en hann er kominn aftur af stað og sýndi styrk sinn í síðustu umferð. Það fór heldur ekki fram hjá strákunum í Bónus Körfuboltakvöldi sem lofuðu hans leik. „Haukur Helgi Pálsson, velkominn til baka eftir þessi einkennilegu meiðsl þín. Þó að hann sé nú kannski kominn til baka fyrir nokkrum umferðum þá var hann algjörlega geðveikur í þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Haukur var með 23 stig og 8 stoðsendingar og framlag upp á 34. Áttatíu prósent nóg „Þegar hann er áttatíu prósent þá er hann bara með bestu leikmönnum á landinu. Það er alveg unun að horfa á hann spila því hann er svo góður,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: „Hann gerir alla í kringum sig betri“ Haukur Helgi er kannski að eldast en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann kann leikinn best. Þú veist, sendingarnar og allt bara hjá honum. Eins og svona, ef einhverjir minni strákar ætla að dekka hann og hann bara fer með þá upp að körfunni,“ sagði Magnús. „Sævar, hversu mikilvægt verður það fyrir Álftnesinga ef þeir ætla sér alla leið, að hafa reynslubolta, mann sem þekkir deildina inn og út? Að hafa leiðtogann Hauk Helga Pálsson,“ spurði Stefán Árni Fær í öllum þáttum leiksins „Eins og Maggi kemur inn á, þá er Haukur Helgi sennilega, þegar hann er áttatíu prósent, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Maðurinn er fær í öllum þáttum leiksins. Þrátt fyrir að vera búinn að missa hraða og kannski sprengikraft og svona stökkkraft, þá er hann enn þá nautsterkur. Hann les leikinn vel,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er frábær varnarmaður, getur dekkað þrist, fjarka og fimmu. Og svo er það með sendingargetuna sem við sáum náttúrulega rosalega vel í þessum klippum. Það er eiginlega ekkert hægt að hrósa Hauki Helga eitthvað meira en við höfum gert síðastliðin ár,“ sagði Sævar. Gerir alla í kringum sig betri „Þetta er einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta,“ sagði Sævar og Magnús tók undir það. „Hann gerir alla í kringum sig betri. Alveg sama hver er inni á vellinum, sá leikmaður verður bara miklu betri með Hauk innanborðs,“ sagði Magnús. Það má horfa á alla umræðuna um Hauk Helga hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Álftanes Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira