Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 11:06 Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Ríkisstjórnin kynnti fyrstu aðgerðir sínar í húsnæðismálum í vikunni. Þar er greint frá áformum um uppbyggingu í Úlfarsárdal, einföldun á byggingareglugerð og heimild um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól íbúðalána. Minnka á hvata til að safna íbúðum og draga úr vægi verðtryggingar. Þingmaður Sjáflstæðisflokksins segir aðgerðirnar ágætar og fagnar að áfram megi nýta séreignasparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Með því að festa úrræðið til tíu ára sé þó verið að afnema þá leið fyrir ákveðinn hóp. „Það er klárlega verið að gera það, þeir sem brugðust snemma við og fóru snemma inn þá er það vandamálið sem er að skapast núna, þá rennur það út um áramótin. Ég hefði gjarnað vilja lengja í, það er ljóst að þeir sem eru komnir með 10 árin þá dettur það upp fyrir,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Sýnar. Njáll Trausti segir úrræðið eitt það besta sem komið hafi fram á síðasta áratug sem snýr að því að byggja upp eigið fé í íbúðum, minnka greiðslubyrði og hraða eignamyndun. „Við erum með sömu krónutölu og þegar farið var af stað fyrir tíu árum, 750 þúsund af séreignasparnaði inn á íbúðalán fyrir hjón og 500 þús fyrir einstakling. Þetta hefur aldrei verið hækkað og mér finnst eðlilegt að hækka þetta hlutfall og byggja upp eignina í íbúðunum.“ Nóg af landsbyggðasköttum Samkvæmt tillögum ríkisstjórnar á að minnka hvata til að safna íbúðum með því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir. Njáll segir útfæra þurfi þennan þátt betur og setja í samhengi við eigu sumarbústaða en söluhagnaður þeirra er skattfrjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Þá var ég að tala fyrir því að við ættum að líta á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík með sambærilegum hætti að þetta eru sumbarbústaðir landsbyggðafólk, aðgangur að þjónustu og börnin í háskóla og allt þetta“ Hann segir nóg komið af landsbyggðasköttum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er enn eitt málið sem mér finnst óeðlilegt hvernig það er fram sett. Það þarf að finna góða lausn að það sé meira réttlæti varðandi þennan þátt.“ Þurfi að meta hvort aðgerðirnar séu letjandi Hann segir að vel geti verið að skoða þurfi þá staðreynd að einstaklingar eigi margar eignir. Eðlilegt sé að fólk eigi eina til tvær eignir umfram þá sem það býr í. „Það er svo margt eftir ef taka á heildstætt á húsnæðismálunum sem eru algjörlega komin í öngstræti. Ég er hræddur um að þetta leiði til þess að þessar íbúðir fari af markaðnum. Stór hluti af leigumarkaði er eldra fólk sem á kjallara- eða risíbúð. Við þurfum að gæta að þessu að það skemmi ekki of mikið út frá sér heldur bæti stöðuna. „Við þurfum að fá betra mat á hvort þetta hafi letjandi áhrif á leigumarkaðinn eða fyrir fyrstu kaupendur, hvort inngripið sé neikvætt,“ bætir Njáll við. Hann segir stærsta vandamálið hins vegar vera krísa vegna málefna Reykjavíkurborgar á undanförnum árum. „Þetta er algjör grundvallarmarkaður sem snýr að heimilum fólks. Innviðagjöld og lóðaskortur á Reykjavíkursvæðinu hefur gert að verkum að þetta er komið upp í tuttugu milljónir áður en byrjað er að byggja íbúðir. Þetta er ekki Hong Kong.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lánamál Reykjavík Alþingi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti fyrstu aðgerðir sínar í húsnæðismálum í vikunni. Þar er greint frá áformum um uppbyggingu í Úlfarsárdal, einföldun á byggingareglugerð og heimild um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól íbúðalána. Minnka á hvata til að safna íbúðum og draga úr vægi verðtryggingar. Þingmaður Sjáflstæðisflokksins segir aðgerðirnar ágætar og fagnar að áfram megi nýta séreignasparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Með því að festa úrræðið til tíu ára sé þó verið að afnema þá leið fyrir ákveðinn hóp. „Það er klárlega verið að gera það, þeir sem brugðust snemma við og fóru snemma inn þá er það vandamálið sem er að skapast núna, þá rennur það út um áramótin. Ég hefði gjarnað vilja lengja í, það er ljóst að þeir sem eru komnir með 10 árin þá dettur það upp fyrir,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Sýnar. Njáll Trausti segir úrræðið eitt það besta sem komið hafi fram á síðasta áratug sem snýr að því að byggja upp eigið fé í íbúðum, minnka greiðslubyrði og hraða eignamyndun. „Við erum með sömu krónutölu og þegar farið var af stað fyrir tíu árum, 750 þúsund af séreignasparnaði inn á íbúðalán fyrir hjón og 500 þús fyrir einstakling. Þetta hefur aldrei verið hækkað og mér finnst eðlilegt að hækka þetta hlutfall og byggja upp eignina í íbúðunum.“ Nóg af landsbyggðasköttum Samkvæmt tillögum ríkisstjórnar á að minnka hvata til að safna íbúðum með því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir. Njáll segir útfæra þurfi þennan þátt betur og setja í samhengi við eigu sumarbústaða en söluhagnaður þeirra er skattfrjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Þá var ég að tala fyrir því að við ættum að líta á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík með sambærilegum hætti að þetta eru sumbarbústaðir landsbyggðafólk, aðgangur að þjónustu og börnin í háskóla og allt þetta“ Hann segir nóg komið af landsbyggðasköttum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er enn eitt málið sem mér finnst óeðlilegt hvernig það er fram sett. Það þarf að finna góða lausn að það sé meira réttlæti varðandi þennan þátt.“ Þurfi að meta hvort aðgerðirnar séu letjandi Hann segir að vel geti verið að skoða þurfi þá staðreynd að einstaklingar eigi margar eignir. Eðlilegt sé að fólk eigi eina til tvær eignir umfram þá sem það býr í. „Það er svo margt eftir ef taka á heildstætt á húsnæðismálunum sem eru algjörlega komin í öngstræti. Ég er hræddur um að þetta leiði til þess að þessar íbúðir fari af markaðnum. Stór hluti af leigumarkaði er eldra fólk sem á kjallara- eða risíbúð. Við þurfum að gæta að þessu að það skemmi ekki of mikið út frá sér heldur bæti stöðuna. „Við þurfum að fá betra mat á hvort þetta hafi letjandi áhrif á leigumarkaðinn eða fyrir fyrstu kaupendur, hvort inngripið sé neikvætt,“ bætir Njáll við. Hann segir stærsta vandamálið hins vegar vera krísa vegna málefna Reykjavíkurborgar á undanförnum árum. „Þetta er algjör grundvallarmarkaður sem snýr að heimilum fólks. Innviðagjöld og lóðaskortur á Reykjavíkursvæðinu hefur gert að verkum að þetta er komið upp í tuttugu milljónir áður en byrjað er að byggja íbúðir. Þetta er ekki Hong Kong.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lánamál Reykjavík Alþingi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent