Körfubolti

Ís­lenski körfuboltinn og Grinda­vík verð­launuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, tók við verðlaununum fyrir sjónvarpsviðburð ársins 2023. Frá vinstri: Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar. Egill Birgisson, Samúel Ari Halldórsson, Stefán Snær Geirmundsson og fyrir aftan Stefán Árna má sjá glitta í Garðar Örn Arnarson gæðastjóra.
Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, tók við verðlaununum fyrir sjónvarpsviðburð ársins 2023. Frá vinstri: Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar. Egill Birgisson, Samúel Ari Halldórsson, Stefán Snær Geirmundsson og fyrir aftan Stefán Árna má sjá glitta í Garðar Örn Arnarson gæðastjóra. mynd/mummi lú

Íslensku sjónvarpsverðlaunin fóru fram í Gamla bíói í gær og þar fékk Sýn Sport þrenn verðlaun.

Hin sívinsæla úrslitakeppni í körfubolta var valin sjónvarpsviðburður ársins árið 2023. Stefán Snær Geirmundsson útsendingarstjóri hélt utan um alla þræði þar.

Heimildaþættirnir um Grindavík, sem Garðar Örn Arnarson og Sigurður Már Davíðsson gerðu, slógu í gegn og þeir fengu tvenn verðlaun á hátíðinni.

Grindavík fékk verðlaun sem heimildaefni ársins 2024 og var sömuleiðis valið íþróttaefni ársins á síðasta ári.

Garðar Örn Arnarson, leikstjóri Grindavíkurþáttanna, stoltur með önnur af þeim verðlaunum sem Grindavík hlaut. Til vinstri er Sigurður Már Davíðsson tökumaður og fyrir aftan er Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar.mynd/mummi lú



Fleiri fréttir

Sjá meira


×