Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 30. október 2025 21:30 Birgir Fannar Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Vísir Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“ Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09