Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 30. október 2025 21:30 Birgir Fannar Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Vísir Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“ Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09