Reyna að lokka íslenska lækna heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 16:51 Alma Möller heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn. Vísir/Vilhelm Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim. Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira