Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 13:02 Islam Makhachev vill fá tækifæri til að sýna sig fyrir framan Donald Trump. Getty/ Jeff Bottari Rússinn Islam Makhachev er í hópi þeirra bardagakappa sem vilja fá að sýna sig fyrir framan Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Trump mun halda upp á áttatíu ára afmælið sitt næsta sumar með því að vera með UFC bardagakvöld í Hvíta húsinu en forsetinn er mikill áhugamaður um íþróttina. Næst á dagskrá hjá Makhachev er að keppa við Jack Della Maddalena um veltivigtarmeistaratitilinn á UFC 322 þann 14. nóvember næstkomandi í Madison Square Garden. Makhachev vill hins vegar fá annað tækifæri til að mæta Ilia Topuria. Topuria og Makhachev eru almennt taldir tveir bestu kíló-fyrir-kíló bardagamenn heims, og Topuria hefur sagt að hann muni hækka í þyngd aftur til að mæta Makhachev við 77 kílóa takmörkin ef hann vinnur næsta bardaga. Makhachev fagnar því, sérstaklega ef bardagi þeirra verður á hinum sögufræga viðburði UFC í Hvíta húsinu næsta sumar. „Ég sá bardagann hans Topuria við Oliveira. Hann er góður,“ sagði Makhachev við ESPN. „Ég fæ góðan bardaga núna og ég veit að Topuria ætlar að berjast fljótlega. Við sjáum svo til hvað gerist. Hann vill berjast í Hvíta húsinu og ég vil líka vera þar. Ég veit að UFC vill fá stóran bardaga í Hvíta húsinu. Hvaða bardagi verður stærri en þessi?“ sagði Makhachev. UFC hefur ekki tilkynnt neina bardaga á þessu bardagakvöldi á 1600 Pennsylvania Avenue, sem Donald Trump forseti hefur sagt að muni fara fram 14. júní 2026. Topuria er ekki með bókaðan bardaga í bili en búist er við að hann muni verja léttvigtarbeltið sitt að minnsta kosti einu sinni í viðbót áður en hann gæti hugsanlega fært sig upp í veltivigtarmeistaraflokkinn. Makachev varði titil sinn í fjaðurvigtinni fjórum sinnum áður en hann hætti við hann og færði sig upp í veltivigt. Hann sagði að þyngdarlækkunin í léttvigt hefði dregið svo úr honum að hann hafi enn ekki náð fram sínum fulla styrk í UFC. „Enginn sem sker sig niður um tíu kíló jafnar sig aldrei hundrað prósent. Ég fann enn fyrir áhrifunum eftir bardagann. Ég var kannski með sjötíu prósenta styrk því það er svo erfitt að jafna sig þrjátíu klukkustundum eftir að hafa skorið sig niður.“ MMA Donald Trump Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Trump mun halda upp á áttatíu ára afmælið sitt næsta sumar með því að vera með UFC bardagakvöld í Hvíta húsinu en forsetinn er mikill áhugamaður um íþróttina. Næst á dagskrá hjá Makhachev er að keppa við Jack Della Maddalena um veltivigtarmeistaratitilinn á UFC 322 þann 14. nóvember næstkomandi í Madison Square Garden. Makhachev vill hins vegar fá annað tækifæri til að mæta Ilia Topuria. Topuria og Makhachev eru almennt taldir tveir bestu kíló-fyrir-kíló bardagamenn heims, og Topuria hefur sagt að hann muni hækka í þyngd aftur til að mæta Makhachev við 77 kílóa takmörkin ef hann vinnur næsta bardaga. Makhachev fagnar því, sérstaklega ef bardagi þeirra verður á hinum sögufræga viðburði UFC í Hvíta húsinu næsta sumar. „Ég sá bardagann hans Topuria við Oliveira. Hann er góður,“ sagði Makhachev við ESPN. „Ég fæ góðan bardaga núna og ég veit að Topuria ætlar að berjast fljótlega. Við sjáum svo til hvað gerist. Hann vill berjast í Hvíta húsinu og ég vil líka vera þar. Ég veit að UFC vill fá stóran bardaga í Hvíta húsinu. Hvaða bardagi verður stærri en þessi?“ sagði Makhachev. UFC hefur ekki tilkynnt neina bardaga á þessu bardagakvöldi á 1600 Pennsylvania Avenue, sem Donald Trump forseti hefur sagt að muni fara fram 14. júní 2026. Topuria er ekki með bókaðan bardaga í bili en búist er við að hann muni verja léttvigtarbeltið sitt að minnsta kosti einu sinni í viðbót áður en hann gæti hugsanlega fært sig upp í veltivigtarmeistaraflokkinn. Makachev varði titil sinn í fjaðurvigtinni fjórum sinnum áður en hann hætti við hann og færði sig upp í veltivigt. Hann sagði að þyngdarlækkunin í léttvigt hefði dregið svo úr honum að hann hafi enn ekki náð fram sínum fulla styrk í UFC. „Enginn sem sker sig niður um tíu kíló jafnar sig aldrei hundrað prósent. Ég fann enn fyrir áhrifunum eftir bardagann. Ég var kannski með sjötíu prósenta styrk því það er svo erfitt að jafna sig þrjátíu klukkustundum eftir að hafa skorið sig niður.“
MMA Donald Trump Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Sjá meira