Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar 27. október 2025 08:02 Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun