„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2025 08:02 Óskar Hrafn, þjálfari KR, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik dagsins. Vísir/Anton Brink KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu. KR-ingar náðu æfingu á heimavelli sínum í gær áður en þeir flugu vestur á Ísafjörð seinni part dags. Andinn var nokkuð léttur á æfingunni, þrátt fyrir þunga stöðu á liðinu undanfarið. KR vann ÍBV í síðasta leik sem hélt vonum liðsins á lífi og skapaði úrslitaleikinn sem fram undan er gegn Vestra í dag. KR hefur fallið einu sinni í sögunni, árið 1977, fyrir 48 árum síðan. Þetta er því ekki staða sem aðstandendur félagsins eru vanir. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik dagsins. „Ég held það sé aðallega bara tilhlökkun. Ég upplifi ekki mikið stress eða áhyggjur. Ég held það séu aðrir sem hafi meiri áhyggjur en leikmannahópurinn og þjálfarateymið. Þetta verður bara veisla fyrir vestan,“ segir Óskar Hrafn. Öll þrjú geta bjargað sér Staðan í deildinni er þannig að liðið sem vinnur leik Vestra eða KR heldur sér uppi en Afturelding sem er á botninum er þó ekki fallin. Vinni KR verða Vesturbæingar með 31 stig og skilja Vestra og Aftureldingu eftir í fallsæti, sama hvernig fer hjá Mosfellingum. Vinni Vestri leikinn falla KR og Afturelding, einnig sama hvernig fer hjá þeim síðarnefndu. Hér má sjá möguleikana í stöðunni. Eini möguleiki Aftureldingar til að halda sér uppi er með sigri á ÍA og að treysta samtímis á jafntefli Vestra og KR.Vísir/Hjalti Eini möguleiki Aftureldingar er því ef Vestri og KR skilja jöfn og Mosfellingar vinni jafnframt sinn leik við ÍA. Þá falla Vestri og KR. Það er því í þeirra höndum, KR-inga og Vestanmanna, að halda sér uppi. Handbremsan af og keyrt af stað Hvernig er nálgunin? Mun andlegi þátturinn ráða úrslitum? „Andlegi þátturinn mun hafa mikið að segja. Ef spennustigið verður of hátt eru menn yfirleitt ekki besta útgáfan af sjálfum sér. Nálgunin okkar er sú að við höfum engu að tapa en öllu að vinna. Það er svo sem ekkert ólíkt því sem við höfum gert í alla leiki í sumar. Það er handbremsan af og keyrt frá fyrstu mínútu á Vestramenn,“ „Leikurinn er mikilvægur en það mikilvægasta fyrir okkur er frammistaðan. Af því að þegar frammistaðan hefur verið góð, kannski ekki alltaf í sumar, en þá er í það minnsta líklegra að úrslitin fylgi með,“ segir Óskar Hrafn. Töluvert fleira kemur fram í ítarlegu viðtali við Óskar Hrafn sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Óskar Hrafn ræðir úrslitaleikinn við Vestra KR Fótbolti Besta deild karla Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
KR-ingar náðu æfingu á heimavelli sínum í gær áður en þeir flugu vestur á Ísafjörð seinni part dags. Andinn var nokkuð léttur á æfingunni, þrátt fyrir þunga stöðu á liðinu undanfarið. KR vann ÍBV í síðasta leik sem hélt vonum liðsins á lífi og skapaði úrslitaleikinn sem fram undan er gegn Vestra í dag. KR hefur fallið einu sinni í sögunni, árið 1977, fyrir 48 árum síðan. Þetta er því ekki staða sem aðstandendur félagsins eru vanir. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik dagsins. „Ég held það sé aðallega bara tilhlökkun. Ég upplifi ekki mikið stress eða áhyggjur. Ég held það séu aðrir sem hafi meiri áhyggjur en leikmannahópurinn og þjálfarateymið. Þetta verður bara veisla fyrir vestan,“ segir Óskar Hrafn. Öll þrjú geta bjargað sér Staðan í deildinni er þannig að liðið sem vinnur leik Vestra eða KR heldur sér uppi en Afturelding sem er á botninum er þó ekki fallin. Vinni KR verða Vesturbæingar með 31 stig og skilja Vestra og Aftureldingu eftir í fallsæti, sama hvernig fer hjá Mosfellingum. Vinni Vestri leikinn falla KR og Afturelding, einnig sama hvernig fer hjá þeim síðarnefndu. Hér má sjá möguleikana í stöðunni. Eini möguleiki Aftureldingar til að halda sér uppi er með sigri á ÍA og að treysta samtímis á jafntefli Vestra og KR.Vísir/Hjalti Eini möguleiki Aftureldingar er því ef Vestri og KR skilja jöfn og Mosfellingar vinni jafnframt sinn leik við ÍA. Þá falla Vestri og KR. Það er því í þeirra höndum, KR-inga og Vestanmanna, að halda sér uppi. Handbremsan af og keyrt af stað Hvernig er nálgunin? Mun andlegi þátturinn ráða úrslitum? „Andlegi þátturinn mun hafa mikið að segja. Ef spennustigið verður of hátt eru menn yfirleitt ekki besta útgáfan af sjálfum sér. Nálgunin okkar er sú að við höfum engu að tapa en öllu að vinna. Það er svo sem ekkert ólíkt því sem við höfum gert í alla leiki í sumar. Það er handbremsan af og keyrt frá fyrstu mínútu á Vestramenn,“ „Leikurinn er mikilvægur en það mikilvægasta fyrir okkur er frammistaðan. Af því að þegar frammistaðan hefur verið góð, kannski ekki alltaf í sumar, en þá er í það minnsta líklegra að úrslitin fylgi með,“ segir Óskar Hrafn. Töluvert fleira kemur fram í ítarlegu viðtali við Óskar Hrafn sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Óskar Hrafn ræðir úrslitaleikinn við Vestra
KR Fótbolti Besta deild karla Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira