Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 10:54 Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Íslandsstofa/Vísir Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“ Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Arfleið kvennaverkfallsins árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands eru meðal annars í öndvegi umfjöllunar á nýju heimasíðunni sem nú er komin í loftið, en um er að ræða samstarfsverkefni embættis forseta Íslands, utanríkis- og dómsmálaráðuneytisins og Íslandsstofu. Sagan rakin og áhrifakonur kveða sér hljóðs Markmiðið er að „miðla með skipulegum hætti sögu, árangri og stöðu Íslands á sviði jafnréttismála til umheimsins,“ að því er segir um verkefnið í tilkynningu frá Íslandsstofu. Meðal kvenna sem bregður fyrir í myndbandi á síðunni eru núverandi og fyrrverandi íslenskir kvenráðherrar, forseti og biskup Íslands auk annarra áhrifakvenna í íslensku samfélagi þar sem þær tala um kvennréttindabaráttuna á Íslandi og lýsa sinni reynslu. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil á tímalínu sem nær allt aftur til ársins 1850, þegar konur öðluðust jafnan erfðarétt á við karla, og til dagsins í dag þar sem þess er getið að nú leiði þrjár konur ríkisstjórn Íslands auk þess sem konur skipi meðal annars embætti forseta Íslands, biskups, ríkislögreglustjóra, landlæknis, borgarstjóra og háskólarektors. Þá er á síðunni að finna greinar með hinu ýmsa ítarefni um einstaka áfanga kvennréttindabaráttunnar á Íslandi. Enn verk að vinna þrátt fyrir „heimsmeistaratitil“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var í viðtali við Sky News í gærkvöldi vegna kvennaverkfallsins en jafnréttismál heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. „Þetta er sögulegur dagur á Íslandi og hann markaði breytingar,“ segir Þorbjörg meðal annars í viðtalinu um kvennaverkfallið 1975, en hún hefur sjálf birt brot úr viðtalinu á sínum samfélagsmiðlum. „Hetjan í sögunni er íslenska kvennahreyfingin. Konur bjuggu við þann veruleika að framlag þeirra var ekki metið að verðleikum. Vinnuframlag þeirra var ekki metið, tækifæri þeirra á vinnustaðnum voru ekki þau sömu og þær ákváðu að sýna í eitt skipti fyrir öll að gangverk samfélagsins myndi ekki virka án þeirra. Þeim tókst að sanna að samfélagið virkaði ekki án þeirra, og það var tilgangurinn,“ segir Þorbjörg. Í dag sé þó tilefni til að fagna. „Þetta er dagur fagnaðar en á sama tíma dagur til að undirstrika að við höfum ekki enn náð í land. Í sextán ár höfum við verið heimsmeistarar í kynjajafnrétti, en við erum mjög meðvituð um að það er enn verk að vinna.“
Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Auglýsinga- og markaðsmál Forseti Íslands Utanríkismál Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent