Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. október 2025 09:30 Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun