Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 14:31 Ættingjar og stuðningsmenn fórnarlamba breska hersins á blóðuga sunnudeginum héldu á myndum af þeim fyrir utan dómshúsið í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. Hermaðurinn, sem hefur aðeins verið nefndur hermaður F til þess að tryggja öryggi hans, var ákærður fyrir að myrða tvo og reyna að myrða þrjá til viðbótar þegar breskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Derry/Londonderry sunnudaginn 30. janúar árið 1972. Þrettán óvopnaðir mótmælendur voru skotnir til bana og fimmtán særðir til viðbótar. Fjöldamorðið hefur verið kennt við blóðuga sunnudag og er mannskæðasti einstaki atburðurinn í ófriðnum (e. troubles) svonefnda á Norður-Írlandi sem geisaði á milli írskra þjóernissinna og sambandssinna í um þrjátíu ár á seinni hluta tuttugustu aldar. Opinber rannsókn, sem lauk árið 2010, leiddi í ljós að hermönnunum hefði ekki staðið nein raunveruleg ógn af mótmælendunum. Mótmælendurnir voru skotnir í hluta Derry þar sem kaþólskir Írar voru í meirihluta. Hermaður F er sá eini sem hefur verið sóttur til saka fyrir ódæðið. Misstu allan aga en ekki hægt að byggja á framburði annarra hermanna Dómarinn sem kvað upp dóminn í dag sagði ljóst að hermaðurinn ákærði og fleiri hefðu misst algeran heraga þegar þeir skutu á mótmælendurna. „Að skjóta óvopnaða óbreytta borgara á flótta undan þeim í bakið á götum breskrar borgar. Þeir ábyrgu ættu að skammast sín,“ sagði dómarinn. Hins vegar byggði ákæran á hendur honum aðeins á framburði tveggja annarra hermanna sem erfitt væri að leggja til grundvallar í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Annara hermannanna er látinn en hinn neitaði að bera vitni af ótta við að bendla sjálfan sig við glæpinn. Bróðir annars þeirra sem hermaður F var ákærður fyrir að drepa sagðist ekki bera kala til dómarans eftir að niðurstaðan varð ljós. „Sökin liggur alfarið hjá breska ríkinu,“ sagði Mickey McKinney við fréttamenn. Aðstandandi eins þeirra sem var skotinn á blóðuga sunnudeginum grætur eftir að hermaður F var sýknaður.AP/Peter Morrison Viðbrögð norðurírskra stjórnmálamanna voru eftir hefðbundnum átakalínum. Michelle O'Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands úr röðum írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, sagði dóminn „atlögu að réttlætinu“. Leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði heilbrigða skynsemi hafa orðið ofan á. Breska varnarmálaráðuneytið, sem greiddi fyrir málsvörn uppgjafarhermannsins, sagðist í yfirlýsingu eftir að dómur var genginn að það væri staðráðið í að finna leið áfram veginn þar sem tekið væri tillit til bæði fortíðarinnar og þeirra sem þjónuðu Bretlandi á erfiðum tíma í sögu Norður-Írlands. Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Dómsmál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Hermaðurinn, sem hefur aðeins verið nefndur hermaður F til þess að tryggja öryggi hans, var ákærður fyrir að myrða tvo og reyna að myrða þrjá til viðbótar þegar breskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Derry/Londonderry sunnudaginn 30. janúar árið 1972. Þrettán óvopnaðir mótmælendur voru skotnir til bana og fimmtán særðir til viðbótar. Fjöldamorðið hefur verið kennt við blóðuga sunnudag og er mannskæðasti einstaki atburðurinn í ófriðnum (e. troubles) svonefnda á Norður-Írlandi sem geisaði á milli írskra þjóernissinna og sambandssinna í um þrjátíu ár á seinni hluta tuttugustu aldar. Opinber rannsókn, sem lauk árið 2010, leiddi í ljós að hermönnunum hefði ekki staðið nein raunveruleg ógn af mótmælendunum. Mótmælendurnir voru skotnir í hluta Derry þar sem kaþólskir Írar voru í meirihluta. Hermaður F er sá eini sem hefur verið sóttur til saka fyrir ódæðið. Misstu allan aga en ekki hægt að byggja á framburði annarra hermanna Dómarinn sem kvað upp dóminn í dag sagði ljóst að hermaðurinn ákærði og fleiri hefðu misst algeran heraga þegar þeir skutu á mótmælendurna. „Að skjóta óvopnaða óbreytta borgara á flótta undan þeim í bakið á götum breskrar borgar. Þeir ábyrgu ættu að skammast sín,“ sagði dómarinn. Hins vegar byggði ákæran á hendur honum aðeins á framburði tveggja annarra hermanna sem erfitt væri að leggja til grundvallar í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Annara hermannanna er látinn en hinn neitaði að bera vitni af ótta við að bendla sjálfan sig við glæpinn. Bróðir annars þeirra sem hermaður F var ákærður fyrir að drepa sagðist ekki bera kala til dómarans eftir að niðurstaðan varð ljós. „Sökin liggur alfarið hjá breska ríkinu,“ sagði Mickey McKinney við fréttamenn. Aðstandandi eins þeirra sem var skotinn á blóðuga sunnudeginum grætur eftir að hermaður F var sýknaður.AP/Peter Morrison Viðbrögð norðurírskra stjórnmálamanna voru eftir hefðbundnum átakalínum. Michelle O'Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands úr röðum írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, sagði dóminn „atlögu að réttlætinu“. Leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði heilbrigða skynsemi hafa orðið ofan á. Breska varnarmálaráðuneytið, sem greiddi fyrir málsvörn uppgjafarhermannsins, sagðist í yfirlýsingu eftir að dómur var genginn að það væri staðráðið í að finna leið áfram veginn þar sem tekið væri tillit til bæði fortíðarinnar og þeirra sem þjónuðu Bretlandi á erfiðum tíma í sögu Norður-Írlands.
Norður-Írland Bretland Erlend sakamál Dómsmál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira