Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 14:33 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins hjá spænska stórveldinu Barcelona. Getty/Javier Borrego Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins í Barcelona og að deila þar markmannsstöðunni með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Í kvöld snýr hann aftur á sinn fyrrum heimavöll í Póllandi. Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira