Innlent

Sig­mundur seinn: „Er þing­maðurinn í salnum?“

Árni Sæberg skrifar
Þórunn þurfti að bíða eftir Sigmundi Davíð í morgun.
Þórunn þurfti að bíða eftir Sigmundi Davíð í morgun. Vísir/Anton Brink

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var fyrstur á mælendaskrá þegar óundirbúinn fyrirspurnartími hófst á Alþingi í morgun. Hann mætti ekki í ræðustól þegar forseti reyndi að gefa honum orðið.

Að loknu ávarpi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, um kvennaverkfall á morgun hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Til svara voru forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Forseti hóf fyrirspurnartímann á því að tilkynna að til máls tæki háttvirtur annar þingmaður Norðausturkjördæmis, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og beindi fyrirspurn til hæstvirts forsætisráðherra.

„Er þingmaðurinn í salnum?“ spurði Þórunn þá og horfði vel og lengi í kringum sig í þingsal.

„Nú, ef svo er ekki, þá læt ég þá fyrirspurn bíða.“ 

Að lokinni fyrirspurn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra bauð Þórunn Sigmundi í ræðustól á ný. Hann mætti í það skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×