Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 18:28 Sigmundur Davíð er allt annað en sáttur með fermingarfræðsluna á Akureyri. Á myndinni er turn Lindarkirkju, sem tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun. Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja. Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja.
Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira