„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2025 22:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“ Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58
Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31