Innlent

Rafvopni tvisvar beitt við hand­töku á öðrum árs­fjórðungi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Notkun rafbyssa er og hefur verið afar umdeild erlendis.
Notkun rafbyssa er og hefur verið afar umdeild erlendis. Getty

Lögreglan beitti rafbyssu tvisvar sinnum við handtöku á öðrum ársfjórðungi. Síðan rafbyssur voru teknar í notkun hefur því alls verið beitt sjö sinnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu lögreglunnar. Á sama tímabili var tækið dregið úr slíðri og ógnað með því alls 24 sinnum. Það er fækkun um fjögur tilvik frá fyrsta ársfjórðungi.

Lögreglan tók í notkun rafbyssur í september árið 2024 en heimild fékkst frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, í janúar það sama ár. Á síðasta ársfjórðungi 2024 var rafbyssu beitt tvisvar við handtöku og á fyrstu þremur mánuðum 2025 var því beitt þrisvar.

Hins vegar var mikil fjölgun á milli áranna 2024 og 2025 í því hversu oft rafbyssan var nýtt til að ógna. Frá september 2024 til desember það sama ár var rafbyssan notuð í ógnunarskyni alls sautján sinnum. Það sem af er ári 2025 hefur tækið verið alls notað 52 í ógnunarskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×