Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 11:01 Lögreglan vildi ekki sjá gildru fyrir framan Alþingishúsið. Vísir/Anton Brink ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ. Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ.
Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira