Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 11:01 Lögreglan vildi ekki sjá gildru fyrir framan Alþingishúsið. Vísir/Anton Brink ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ. Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ.
Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent