Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bjarki Sigurðsson skrifar 16. október 2025 13:08 Sigurður Örn Hilmarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Fjölmiðlafrumvarp Loga Einarssonar menningarráðherra fékk afgreiðslu innan Allsherjar- og menntamálanefndar í vikunni og fór 2. umræða fram í dag. Meirihlutinn sendi frumvarpið óbreytt úr nefndinni en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks vildu gera breytingar á hámarksstyrkjum. Ráðherra leggur til að þeir verði lækkaðir úr 25 prósentum í 22, breyting sem hefur einungis áhrif á miðla tveggja fyrirtækja, Sýnar og Árvakurs. Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður breytingatilögunnar, segir ásýnd málsins ljóta. „Tilteknir þingmenn meirihlutans hafa á þessu ári talað um að endurskoða styrki til nákvæmlega þeirra fjölmiðla sem verða fyrir þeirri skerðingu sem var samþykkt hér í dag. Með því er verið að senda þau skilaboð að gagnrýnum fjölmiðlum hefnist fyrir það að gagnrýna þessa ríkisstjórn. Ásýnd málsins er að þeim sökum mjög slæm,“ segir Sigurður Örn. Málið sé óheppilegt og hefði verið skárra að halda prósentunni eins. Tillaga minnihlutans var hins vegar felld. „Sérstaklega í ljósi þess að til stendur að endurskoða þetta kerfi í heild sinni á næsta vorþingi. Þess vegna fannst okkur mjög óheppilegt að lækka þessar greiðslur til þessara tveggja fjölmiðla þegar sú endurskoðun er handan við hornið,“ segir Sigurður Örn. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Sýn Tengdar fréttir Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. 16. október 2025 08:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp Loga Einarssonar menningarráðherra fékk afgreiðslu innan Allsherjar- og menntamálanefndar í vikunni og fór 2. umræða fram í dag. Meirihlutinn sendi frumvarpið óbreytt úr nefndinni en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks vildu gera breytingar á hámarksstyrkjum. Ráðherra leggur til að þeir verði lækkaðir úr 25 prósentum í 22, breyting sem hefur einungis áhrif á miðla tveggja fyrirtækja, Sýnar og Árvakurs. Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður breytingatilögunnar, segir ásýnd málsins ljóta. „Tilteknir þingmenn meirihlutans hafa á þessu ári talað um að endurskoða styrki til nákvæmlega þeirra fjölmiðla sem verða fyrir þeirri skerðingu sem var samþykkt hér í dag. Með því er verið að senda þau skilaboð að gagnrýnum fjölmiðlum hefnist fyrir það að gagnrýna þessa ríkisstjórn. Ásýnd málsins er að þeim sökum mjög slæm,“ segir Sigurður Örn. Málið sé óheppilegt og hefði verið skárra að halda prósentunni eins. Tillaga minnihlutans var hins vegar felld. „Sérstaklega í ljósi þess að til stendur að endurskoða þetta kerfi í heild sinni á næsta vorþingi. Þess vegna fannst okkur mjög óheppilegt að lækka þessar greiðslur til þessara tveggja fjölmiðla þegar sú endurskoðun er handan við hornið,“ segir Sigurður Örn. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Sýn Tengdar fréttir Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. 16. október 2025 08:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. 16. október 2025 08:09